Hjónabandssæla

Ef það er eitthvað sem gerir undafarna og komandi daga betri er það þessi gamla og góða hjónabandssæla. Minningin að koma inn úr kuldanum sem barn og mamma búin að baka lifir alltaf svo sterkt.

Það eru bara sumir hlutir sem þarf bara alls ekkert að gera öðruvísi en þeir voru og það á svo sannarlega um hjónabandssælu. Ég mæli með að þið skellið í þessa!

Öll Hráefnin í þessa uppskrift finnið þið í verslunum Hagkaups

Prenta uppskrift

  • Undirbúningur: 10 min
  • Baksturstími: 30 min
  • Samtals: 40 min
  • Fjöldi: 15-20
  • Erfiðleikastig: Auðvelt

Innihald

Hjónabandssæla

  • 480 g smjör, brætt
  • 400 g sykur
  • 560 g Kornax hveiti
  • 300 g haframjöl
  • 2 stk egg
  • 2 tsk matarsódi
  • 530 g rabbabarasulta

Aðferð

Aðferð

  • 1)

    Við byrjum á því að bræða smjörið.

  • 2)

    Næst setjum við allt nema rabbabarasultuna saman í skál og blöndum vel saman.

  • 3)

    Síðan smyrjum við ofnskúffu eða tvö 25cm hringform  með olíu/smjöri, setjum bökunarpappír í botninn og smyrjum svo aftur.

  • 4)

    Síðan tökum við um það bil 3/4 af deiginu og þjöppum í botninn á forminu.

  • 5)

    Næst smyrjum við rabbabarasultunni yfir og stráum svo restinni af deiginu yfir sultuna.

  • 6)

    Við stillum ofnin á 175° og bökum hjónabandssæluna í 25-30 mínútur.

Erfiðleikastig:

Erfiðleikastig:Auðvelt
Fyrri grein Næsta grein