Mokka bananarúlla
Það er alltaf gaman að prófa eitthvað nýtt í bakstrinum. Þessi Mokka bananarúlla kom virkilega á óvart og er hún eitthvað sem ég á alveg pottþétt eftir að skella aftur í fljótlega. Það er hægt að gera allskonar útfærslur á þessari marengsrúllu og hægt að setja allt mögulegt inn í hana. Ég mæli með að þið prófið að skella í þessa fljótlega!
- Undirbúningur: 20 min
- Baksturstími: 20 min
- Samtals: 1 klst
- Fjöldi: 10-15
- Erfiðleikastig: Miðlungs
Innihald
Marengsrúlla
- 250 g eggjahvítur
- 450 g sykur
- 200 g möndlmjöl
- 75 g vanillu Royal búðingur, óblandað
Mokkarjómi
- 500 ml G-rjómi, þeyttur (má vera venjulegur rjómi en mér þykir G-rjóminn bara stöðugri)
- 4 msk espresso kaffi, uppáhellt
- 4 msk flórsykur
- 1 tsk vanilludropar
Annað
- 2 stk bananar
- 150 g karamellukurl
- Flórsykur
- Kaffi
Aðferð
Marengsrúlla
- 1)
Við byrjum á því að þeyta eggjahvítur og bætum sykrinum smá saman við.
- 2)
Eggjahvíturnar og sykurinn er þeytt saman þar til sykurinn leysist upp.
- 3)
Næst sigtum við möndlumjöl og vanillu Royal búðinginn í skál og blöndum svo varlega saman við eggjahvíturnar þar til allt er komið vel saman.
- 4)
Við setjum bökunarpappír á ofnplötu, setjum deigið í sprautupoka (ég notaði stút nr. 806) og sprautum línur þétt saman á bökunarpappírinn (lárétt) eins nálægt brúnum og við komumst.
- 5)
Næst bökum við marengsinn við 160°(viftu) í 20 mínútur. Mikilvægt er að baka hann ekki of lengi svo hann verði ekki og harður til að rúlla upp.
- 6)
Þegar marengsinn hefur kólnað snúum við honum við og fjarlægjum bökunarpappírinn varlega af.
Mokkarjómi
- 1)
Við stífþeytum rjómann ástam vanilludropum og flórsykri.
- 2)
Síðan blöndum við kaffinu varlega saman við með sleif.
Samsetning
- 1)
Við byrjum á að smyrja mokkarjómanum á marengsinn, mér finnst gott að skilja eftir 2 cm á báðum hliðum þar sem við byrjum að rúlla og þar sem við endum.
- 2)
Næst skerum við niður banana og setjum ofaná rjómann ástam karamellukurlinu.
- 3)
Svo rúllum við marengsinum varlega saman og færum á það fat sem á að bera rúlluna fram á.
- 4)
Að lokum stráum við flórsykri og kakó yfir með sigti.
Eriðleikastig:
Erfiðleikastig: | Miðlungs |