Geggjuð skinkuhorn

Er eitthvað betra en nýbökuð skinkuhorn?
Þetta er með því betra sem ég fæ og finnst mjög erfitt að standast þau. Ég var smá tíma að finna uppskrift sem mér fannst alveg geggjuð og er loks komin að niðurstöðu, þetta eru klárlega bestu skinkuhornin. Ég mæli með að þið prófið að skella í þessi, þau eru svo létt og djúsí.

öll Hráefnin í þessa uppskrift finnið þið í verslunum Hagkaups
Prenta uppskrift

 • Undirbúningur: 1 klst 40 min
 • Baksturstími: 12 min
 • Samtals: 1 klst 52 min
 • Fjöldi: 16-21 stykki
 • Erfiðleikastig: Auðvelt

Innihald

Skinkuhorn

 • 700 g Kornax hveiti, ég notaði bláa
 • 80 g sykur
 • 400 ml volgt vatn
 • 4 tsk þurrger
 • 1,5 tsk salt
 • 100 ml olía
 • 1,5 pakki skinkumyrja
 • Sesamfræ
 • Mjólk

Aðferð

Skinkuhorn

 • 1)

  Við byrjum á því að hræra þurrgerinu og volga vatninu saman og leyfum að standa í um það bil 5 mínútur.

 • 2)

  Næst hrærum við saman hveiti, salti og sykri.

 • 3)

  Svo fer olían og þurrgersblandan saman við og við hnoðum deigið í 5 mínútur í hrærivél með krókinn en 10 mínútur á borði ef þið eruð ekki með hrærivél.

 • 4)

  Við plöstum skálina eða setjum lok á og leyfum deiginu að hefast á volgum stað í 45 mínútur.

 • 5)

  Næst skiptum við deiginu í 2-3 hluta og fletjum út hringi. Skerum þá í 8 hluta og setjum 1- 1,5 tsk af skinkumyrju fyrir miðju á hvern part.

 • 6)

  Næst bleytum við hliðarnar, brjótum hornin inn að skinku myrjunni til að loka hana inni og rúllum svo hornunum upp. Með því að brjóta hornin inn og loka ostinn vel inni komum við í veg fyrir það að hann leki úr hornunum þegar þau eru bökuð.

 • 7)

  Næst fara skinkuhorninn inn í ofn við 50°(viftu) í 45 mínútur, á þessum 45 mínútum ætlum við að spreyja vatni 3-4 sinnum inn í ofninn.

 • 8)

  Þegar skinkuhornin eru búin að hefa sig tökum við þau út úr ofninum og hækkum ofninn í 200°.

 • 9)

  Næst penslum við skinkuhornin með smá mjólk og stráum sesamfræum yfir (þarf ekki sesamfræ).

 • 10)

  Að lokum eru hornin bökuð við 200°(viftu) í 10-12 mínútur eða þar til þau verða fallega gyllt á litinn og bökuð í gegn.

Erfiðleikastig:

Erfiðleikastig:Auðvelt
Fyrri grein Næsta grein