Freyðivíns eftirréttur

Sylvía Haukdal Brynjarsdóttir

Freyðivín, hvítt súkkulaði og jarðaber.. þarf að segja eitthvað meira?
Þessi eftirréttur er alveg geggjaður og fullkomin í matarboðið eða partý-ið!

Það er bara eitthvað svo skemmtilegt að bera fram fallega eftirrétti og ekki er það nú verra ef þeir eru auðveldir. Ég mæli með að þið prófið að skella í þennan!

Þið fáið allar vörurnar í þessa uppskrift í verslunum Hagkaups. (fyrir utan freyðivínið)
Prenta uppskrift

  • Undirbúningur: 3 klst
  • Samtals: 3 klst 10 min
  • Fjöldi: 6
  • Erfiðleikastig: Auðvelt

Innihald

Jarðaber

  • 250 g jarðaber
  • 50 ml freyðivín, ég notaði Anna Codorníu

Freyðivíns mousse

  • 60 ml freyðivín, ég notaði Anna Codorníu
  • 250 ml rjómi
  • 300 ml Millac jurtarjómi
  • 200 g hvítt súkkulaði
  • 2 msk flórsykur

Hafrakexkurl

  • 220 g hafrakex
  • 100 g smjör

Aðferð

Jarðaber

  • 1)

    Við byrjum á því að skera jarðaberin niður í litla bita, setjum í skál og hellum 40 ml. af freyðivíni yfir jarðaberin.

  • 2)

    Leyfum að standa í amk. 2 klst.  (Best er að gera þetta daginn áður)

Freyðivíns mousse

  • 1)

    Við byrjum á því að saxa hvíta súkkulaðið niður í litla bita.

  • 2)

    Næst setjum við 50 ml af rjóma og 50 ml af freyðivíni í lítinn pott, hitum upp að suðu og hellum síðan yfir hvíta súkkulaðið.

  • 3)

    Leyfum súkkulaðinu að bíða í 5 mínútur og hrærum svo vel saman.

  • 4)

    Næst stífþeytum við restina af rjómanum og jurtarjómanum ásamt flórsykrinum.

  • 5)

    Að lokum hrærum við súkkulaðiblöndunni, rjómanum og restina af freyðivíninu varlega saman.

Hafrakex kurl

  • 1)

    Við byrjum á því að bræða smjörið.

  • 2)

    Næst myljum við niður hafrakexið og blöndum öllu saman.

Samsetning

  • 1)

    Við byrjum á því að setja hafrakex kurlið í botninn á glösunum (6 glös).

  • 2)

    Næst fer freyðivíns mousse yfir og síðan jarðaberin.

  • 3)

    Svo setjum við annað lag af freyðivíns mousse og skreytum af vild.

Eriðleikastig:

Erfiðleikastig:Auðvelt
Fyrri grein Næsta grein