Vanillukaka með hindberjakremi

júlí 14, 2019Sylvía Haukdal Brynjarsdóttir

Prep time: 20 min

Cook time: 20 min

Serves: 20

Calories: Miðlungs

Prenta uppskrift

 • Undirbúningur: 20 min
 • Baksturstími: 20 min
 • Samtals: 1 klst 20 min
 • Fjöldi: 20
 • Erfiðleikastig: Miðlungs

Innihald

Vanillukaka

 • 300 g sykur
 • 370 g Kornax hveiti
 • 1/2 tsk matarsódi
 • 1/2 tsk lyftiduft
 • 1/2 tsk salt
 • 285 g smjör, Við stofuhita
 • 5 stk eggjahvítur
 • 4 tsk vanilludropar
 • 1 dós sýrður rjómi
 • 177 ml nýmjólk, Volg
 • 2 tsk bleikur matarlitur, Þarf ekki

Hindberjakrem

 • 200 g smjör, við stofuhita
 • 200 g flórsykur
 • 100 g frosin hindber
 • 3 tsk sítrónusafi
 • 50 g sykur

Vanillusmjörkrem

 • 500 g smjör, Við stofuhita
 • 500 g flórsykur
 • 2 tsk vanilludropar

Aðferð

Vanillukaka

 • 1)

  Hita ofninn í 175°(viftu)

 • 2)

  Byrjum svo á því að hræra öllum þurrefnum saman

 • 3)

  Svo fara blautefnin saman við

 • 4)

  Setjum deigið í vel smurð form með bökunarpappír í botninum og bökum við 175° í 15-20 mínútur eða þar til pinni kemur hreinn upp úr kökunni.

 • 5)

  Þegar botnarnir koma úr ofninum losum við þá frá hliðunum og hvolfum beint á bökunarpappír eða grind.

Hindberjakrem

 • 1)

  Við byrjum á því að setja hindber, sykur og sítrónusafa í pott. Þegar suðan er komin upp leyfum við þessu að malla í 5-6 mínútur. Hellum svo í skál og setjum í kæli.

 • 2)

  Næst setjum við smjörið í hærivélaskál og þeytum vel þar til verður ljóst og létt.

 • 3)

  Þá bætum við flórsykrinum við og þeytum lengur.

 • 4)

  Að lokum bætum við hindberjamaukinu út í kremið. Passa þarf vel að það sé orðið kalt áður en við hrærum því saman við kremið.

Vanillusmjörkrem

 • 1)

  Við byrjum á því að þeyta smjörið þar til það verður ljóst og létt.

 • 2)

  Næst bætum við flórsykrinum og vanilludropunum og höldum áfram að þeyta þar til blandan er orðin vel fluffy.

Samsetning

 • 1)

  Við byrjum á því að setja jafnt lag af hindberjakremi á milli botnana.

 • 2)

  Næst setjum við þunnt lag af smjörkremi utanum og setjum kökuna í kæli.

 • 3)

  Þegar kremið utan um kökuna er orðið kalt setjum við restina af kreminu utan um kökuna og skreytum eftir smekk.

Eriðleikastig:

Erfiðleikastig:Miðlungs
Fyrri uppskrift Næsta uppskrift