Tveggja laga ostakaka
Prep time: 25 min
Cook time: 3 klst
Serves: 12
Calories: Miðlungs
- Undirbúningur: 25 min
- Baksturstími: 3 klst
- Samtals: 3 klst 25 min
- Fjöldi: 12
- Erfiðleikastig: Miðlungs
Innihald
Botninn
- 300 g hafrakex
- 240 g smjör, brætt
- 50 g súkkulaði, saxað
Dökksúkkulaði ostafylling
- 150 g rjómaostur
- 200 ml rjómi, þeyttur
- 100 g dökkt súkkulaði
- 50 g flórsykur
Hvítsúkkulaði ostafylling
- 150 g rjómaostur
- 200 ml rjómi, þeyttur
- 100 g hvítt súkkulaði
- 50 g flórsykur
Aðferð
Botninn
- 1)
Við byrjum á því að bræða smjörið og hræra súkkulaðinu saman við.
- 2)
Næst setjum við hafrakexið í matvinnsluvél og myljum niður.
- 3)
Svo hrærum við súkkulaðismjör blöndunni saman við hafrakexið.
- 4)
Að lokum setjum við hafrakex blönduna í hringlaga form og höfum disk eða platta undir. Mér þykir best að setja þykka plastfilmu meðfram forminu svo það sé auðveldara að ná kökunni úr forminu.
- 5)
Svo fer botninn inn í frysti meðan við græjum fyllinguna
Dökksúkkulaði ostasfylling
- 1)
Við byrjum á því að hita 50 ml. af rjóma upp að suðu og hellum yfir dökka súkkulaði og hrærum þar til að allt súkkulaðið hefur blandast saman við rjómann.
- 2)
Næst þeytum við restina af rjómanum og setjum til hliðar.
- 3)
Svo þeytum við saman rjómaostinn og flórsykurinn. Við verðum að passa að þeyta ekki of mikið svo að rjómaosturinn skilji sig ekki.
- 4)
Næst hrærum við 1/2 af þeytta rjómanum varlega saman við rjómaostablönduna, hinum 1/2 varlega saman við súkkulaðiblönduna og svo blöndum við þessu öllu varlega saman.
- 5)
Að lokum hellum við fyllingunni í formið og setjum í frysti meðan við græjum hvítsúkkulaði ostafyllinguna.
Hvítsúkkulaði ostafylling
- 1)
Sama aðferð og dökksúkkulaði fyllingin.
- 2)
Fyllingin fer síðan ofaná dökku fyllinguna og við sléttum vel. Setjum svo formið inn í frysti í amk. 3 klst. Svo tökum við kökuna varlega úr forminu.
Erfiðleikastig:
Erfiðleikastig: | Miðlungs |