Besta gulrótarkakan
Prep time: 30 min
Cook time: 30 min
Serves: 20 manna
Calories: Miðlungs
- Undirbúningur: 30 min
- Baksturstími: 30 min
- Samtals: 1 klst 20 min
- Fjöldi: 20 manna
- Erfiðleikastig Miðlungs
Innihald
Gulrótarkaka
- 600 g púðusykur
- 6 stk egg
- 600 ml olía
- 600 g Kornax hveiti
- 2 tsk matarsódi
- 2 tsk lyftiduft
- 1 tsk salt
- 2 tsk kanill
- 1 1/2 tsk engifer
- 1 tsk vanilludropar
- 600 g gulrætur
- 200 g pekanhnetur
Smjörkrem
- 900 g smjör, við stofuhita
- 900 g flórsykur
- 6-7 msk rjómi
- 1 msk vanillu paste
- 1 tsk vanilludropar
Rjómaostakrem
- 350 g smjörkem
- 350 g rjómaostur, við stofuhita
Aðferð
Gulrótarkaka
- 1)
Við byrjum á því að setja gulrætur í matvinnsluvél og síðan pekanhnetur.
- 2)
Næst hrærum við saman púðusykri, eggjum, vanilludropum og olíu í hrærivélaskál.
- 3)
Svo bætum við þurrefnum saman við.
- 4)
Síðast fara gulræturnar og pekanhneturnar saman við.
- 5)
Við penslum þrjú 20cm form með olíu, klippum bökunarpappír og setjum í botninn og penslum aftur yfir með olíu.
- 6)
Næst skiptum við deginu niður í formin, mér finnst best að vigta allt deigið fyrst og deila því svo niður í formin. Þá fáum við alla botna jafn stóra.
- 7)
Við bökum botnana við 170° í um það bil 25-30 mínútur eða þar til pinni kemur hreinn upp úr kökunni.
- 8)
Þegar botnarnir koma úr ofninum losum við hliðarnar og hvolfum beint á bökunarpappír eða kæligrind.
Smjörkrem
- 1)
Við byrjum á því að þeyta smjör þar til það verður létt og ljóst.
- 2)
Næst bætum við flórsykri, rjóma og vanilludropum saman við og þeytum þar til kremið er orðið vel ljóst og fluffy.
Rjómaostakrem
- 1)
Við þeytum saman smjörkremi og rjómaosti þar til allt er komið vel saman. Pössum að þeyta ekki of mikið.
Samsetning
- 1)
Við byrjum á því að setja smá smjörkrem á platta eða disk sem kakan á að fara á og setjum síðan fyrsta botninn ofaná.
- 2)
Síðan fer rjómaostakrem ofaná og næsti botn ofnaá kremið.
- 3)
Setjum aftur rjómaostakrem ofaná botn númer tvö og setjum síðan síðasta botninn ofaná.
- 4)
Næst setjum við kökuna inn í kæli og leyfum kreminu að stífna aðeins.
- 5)
Þegar kremið hefur stífnað á kökunni setjum við þunnt lag af smjörkremi utan um alla kökuna og setjum hana síðan aftur í kæli. Með því að gera þetta komum við í veg fyrir að fá mylsnu í kremið.
- 6)
Síðan setjum við aftur krem utan um kökuna og skreytum af vild.
Erfiðleikastig
Erfiðleikastig | Miðlungs |