Mangó og hindberjaís tart

apríl 24, 2023Sylvía Haukdal Brynjarsdóttir

Prep time:

Cook time:

Serves:

Prenta uppskrift

Innihald

Botn

  • 200 g hafrakex
  • 110 g ískex eða kremkex
  • 80 g smjör

Fylling

  • 150 g hindber, notaði frosin
  • 150 g mangó, notaði frosið
  • 200 g rjómaostur
  • 75 g flórsykur
  • 2 tsk sítrónusafi
  • 2 tsk vanilludropar
  • 3 stk gelatinblöð
  • 60 ml mjólk
  • 240 ml rjómi

Skreyting

  • Fersk ber og ávextir

Aðferð

Botn

  • 1)

    Við byrjum á því að mylja niður kexið

  • 2)

    Næst bræðum við smjör og blöndum öllu vel saman.

  • 3)

    Smyrjum smelluform vel með smjöri og þjöppum kexblöndunni vel í botninn og á hliðarnar. Gott er að nota glas til að allt sé vel þjappað saman. (ég notaði 24cm form)

  • 4)

    Setum í kæli meðan við undirbúum fyllinguna.

Fylling

  • 1)

    Við byrjum á því að setja mangó og hindber í matvinnlsluvél og hökkum vel.

  • 2)

    Bætum næst rjómaosti, flórsykri, sítrónusafa og vanilludropum samanvið.

  • 3)

    Við leggjum gelatinblöðin í bleyti í 5 mínútur og hitum mjólk upp að suðu á meðan.

  • 4)

    Hrærum næst gelatinblöðunum saman við mjólkina og hrærum saman við berjablönduna.

  • 5)

    Næst þeytum við rjóma og hrærum varlega saman við með sleif.

  • 6)

    Hellum blöndunni í formið og setjum í frysti.

  • 7)

    Þegar allt er orðið vel frostið skreytum við að vild með ferskum ávöxtum og berjum

Nutrition

Fyrri uppskrift Næsta uppskrift