Páska marengskörfur
Prep time:
Cook time:
Serves:
Aðferð
Marengs
- 1)
Við hitum ofninn í 180°, svo dreyfum við úr sykrinum á bökunarpappír og setjum á ofnplötu.
- 2)
Sykurinn fer inn í ofn í 8-10 mínútur eða þar til sykurinn byrjar aðeins að bráðna á köntunum.
- 3)
Þegar ca. mínúta er eftir af sykrinum í ofninum byrjum við að þeyta eggjahvíturnar í hrærivél.
- 4)
Þvi næst bætum við heitum sykrinum 1-2 msk. í einu útí eggjahvíturnar meðan vélin þeytir.
- 5)
Næst er körfunum sprautað á bökunarpappír ásamt handföngunum, hægt er að taka smá marengs til hliðar og bæta matarlit útí til að gera litlar slaufur.
- 6)
Svo fara körfurnar inn í ofn 100°í ca. 1 klst. og 15 mín.
Karamellusúkkulaði ganache
- 1)
Hitum rjómann (100ml) upp að suðu og hellum yfir súkkulaðið. Leyfum þessu að standa í 2-3 mínútur og hrærum svo saman.
Samsetning
- 1)
Við byrjum á að setja hindberjasultu í botninn á helmingin af körfunum og karamellusúkkulaði ganache í rest.
- 2)
Stífþeytum rjóma (500ml) og sprautum ofaná körfurnar, setjum handfangið af körfunum ofaní rjómann og skreytum svo körfurnar eftir smekk.