Franskar makkarónur

mars 26, 2023Sylvía Haukdal Brynjarsdóttir

Prep time:

Cook time:

Serves:

Prenta uppskrift

Innihald

Makkarónur

  • 165 g eggjahvítur
  • 225 g sykur
  • 52 ml vatn
  • 270 g möndlumjöl
  • 240 g flórsykur

Fylling

  • 1 krukka lemon curd frá Stonewall kitchen
  • 1 krukka súkkulaði saltkaramella frá Stonewall Kitchen

Aðferð

Makkarónur

  • 1)

    Við byrjum á því að setja flórsykur og möndlumjöl í matvinnsluvél og mylja vel niður.

  • 2)

    Næst setjum við vatn og sykur í pott og hitum í 118 gráður. Athuga að mikilvægt er að nota hitamæli!

  • 3)

    Meðan sykurinn og vatnið er að hitna setjum við helmingin af eggjahvítunum(83g) í hrærivélaskál og byrjum að þeyta.

  • 4)

    Þegar sykurinn hefur náð 118°, setjum við hrærivélina á minnsta hraðan og hellum sykursírópinu ofaní í mjórri bunu. Látum það leka meðfram skálinni þannig það fari ekki beint í pískinn. Leyfum þessu að þeyta þar til það hefur kólnað og er stífþeytt.

  • 5)

    Á meðan eggjahvíturnar og sykursírópið er að þeytast setjum við hinn helminginn af eggjahvítunum saman við möndlumjölið og sírópið og hrærum saman þar til það er orðið að paste.

  • 6)

    Næst tökum við um það bil 2/3 af marengsinum (eggjahvítublöndunni) og blöndum varlega saman við paste-ið með sleif. Pössum að þeyta ekki heldur hræra varlega saman.

  • 7)

    Síðan tökum við restina og hrærum varlega saman við, ef við ætlum að hafa makkarónurnar í lit myndum við setja það saman við á þessum tímapunkti. Hrærum varlega saman þar til við fáum svokallaða borða áferð á deigið.

  • 8)

    Næst setjum við deigið í sprautupoka með hringstút og sprautum á sílikon mottur, sláum mottunum niður 2-3 sinnum og notum tannstöngul til að losa okkur við stórar loftbólur.

    Leyfum þessu að bíða í 10-20 mínútur eða þar til hægt er að snerta toppinn á makkarónunum án þess að fá deig og fingurna.

  • 9)

    Hitum ofninn í 140° gráður og bökum í 25 mínútur.
    Pössum að setja í mestalagi bara 2 plötur í ofninn í einu.

  • 10)

    Leyfum makkarónunum að kólna á mottunu áður en við pörum þær saman og fyllum þær.

Nutrition

Fyrri uppskrift Næsta uppskrift