Langbesta Guacamole-ið

júlí 23, 2019Sylvía Haukdal Brynjarsdóttir

Prep time: 15 min

Cook time:

Serves:

Calories: Auðvelt

Prenta uppskrift

 • Undirbúningur: 15 min
 • Samtals: 15 min
 • Erfiðleikastig: Auðvelt

Innihald

Guacamole

 • 3 stk þroskuð lárpera
 • 10 stk kirsuberjatómatar
 • 1/4 stk rauðlaukur
 • 2 stk lime
 • 1/2 stk chilli, Meðalstórt
 • 1 stk jalapeño
 • 1/3 stk mangó
 • 2 msk olía
 • Saltflögur
 • Kóríander

Aðferð

Guacamole

 • 1)

  Við byrjum á því að hreinsa fræin út chilli-inu og jalapeño-inu. (Ég skil alltaf aðeins eftir til að fá bragð)

 • 2)

  Næst setjum við rauðlaukinn, kóríander (2/3), chilli, safinn úr 1 lime og jalapeño í matvinnsuvél og maukum.

 • 3)

  Þá fara 2 lárperur og safinn úr hinu lime-inu, salt og olía útí og maukað vel saman.

 • 4)

  Næst skerum við síðastu lárperuna í grófa bita,  tómatana og mangó-ið í litla bita ásamt því að saxa niður kóríanderið

 • 5)

  Blöndum síðan öllu saman. Pössum að mauka ekki mikið saman þar sem gott guacamole er alltaf best svolítið chunky.

Eriðleikastig:

Erfiðleikastig:Auðvelt
Fyrri uppskrift Næsta uppskrift