Jólaísinn með dásamlegri saltkaramellusósu
Prep time:
Cook time:
Serves:
Calories: Auðvelt
Aðferð
Jólaísinn
- 1)
Við byrjum á því að stífþeyta saman rjóma og jurtarjómann.
- 2)
Síðan hrærum við varlega niðursoðinni mjólk, vanilludropum, innan úr einni vanillustöng og karamellukurli saman við rjómann.
- 3)
Næst setjum við ísblönduna í sílikon form eða form sem henntar og frystum í að minnsta kosti sólarhring.
Saltkaramellusósa
- 1)
Setjum rjóma, sýróp, sykur, smjör og sjávarsalt í pott og sjóðum þar til blandan fer að þykkna og dökknar aðeins.
- 2)
Tökum karamelluna úr pottinum og leyfum að kólna.
Samsetning
- 1)
Við byrjum á því að setja smá af ristuðum kókosflögum í botninn á skálunum.
- 2)
Næst setjum við ísinn ofaní skálina.
- 3)
Að lokum hellum við volgri karamellusósu yfir og skreytum að vild með berjum.
Athugasemdir
-Gott er að gera ísinn og karamellusósuna sólarrhing áður en á að bera fram.
-Hægt er að skella karamellusósunni í stutta stund í örbylgjuofn eða hita hana í potti áður en hún er sett yfir ísinn.
Erfiðleikastig:
Erfiðleikastig: | Auðvelt |