Hátíðartré

desember 15, 2019Sylvía Haukdal Brynjarsdóttir

Prep time: 50 min

Cook time: 12 min

Serves: 20-25

Calories: Miðlungs

Prenta uppskrift

 • Undirbúningur: 50 min
 • Baksturstími: 12 min
 • Samtals: 1 klst 15 min
 • Fjöldi: 20-25
 • Erfiðleikastig: Miðlungs

Innihald

Piparkaka

 • 300 g púðusykur
 • 375 g smjör
 • 150 g sýróp
 • 800 g Kornax hveiti
 • 1 msk matarsódi
 • 2 msk engifer
 • 1 msk kanill
 • 1 msk negull

Saltkaramella

 • 200 ml rjómi
 • 2 dl sykur
 • 70 ml sýróp
 • 1/2 tsk sjávarsalt
 • 1 tsk smjör

Ostakökumús

 • 130 g smjör
 • 130 g flórsykur
 • 1 tsk vanilludropar
 • 250 g hvítt súkkulaði
 • 500 ml rjómi
 • 600 ml Millac jurtarjómi
 • 400 g rjómaostur

Annað

 • 150 g karamellukurl

Skraut

 • Nóakropp velt upp úr gulldufti
 • Makkarónur
 • Gullflögur
 • Marengstoppar

Aðferð

Piparkaka

 • 1)

  Við byrjum á því að hita ofninn í 180° (viftu)

 • 2)

  Næst bræðum við saman smjör, púðusykur og sýróp.

 • 3)

  Í stóra hrærivélaskál hrærum við saman Kornax hveiti, matarsóda, negul, engifer og kanil.

 • 4)

  Þegar þurrefnin eru komin saman hellum við bræddu sykur/smjör blöndunni saman við og hnoðum vel saman.

 • 5)

  Þá næst klippum við jólatré út úr bökunarpappír, fletjum út deigið á sílíkonmottu eða bökunarpappír og skerum út tréin.

 • 6)

  Úr restinni af deiginu gerum við stjörnur eða aðrar piparkökur.

 • 7)

  Næst bökum við piparkökutréð í um það bil 12 mínútur eða þar til endarnir byrja að dekkjast. Pipparkökurnar þurfa töluvert minni tíma eða um 7 mínútur.

Saltkaramella

 • 1)

  Við setjum rjóma, sykur, sýróp, salt og smjör í pott.
  Leyfum að malla þar til karamellan fer að þykkna og dökkna örlítið.

 • 2)

  Þá tökum við karamelluna af hitanum og hellum í fat/ílát og leyfum að kólna.

Ostakökumús

 • 1)

  Byrjum á því að þeyta saman smjör, flórsykur og vanilludropa þar til það verður ljóst og létt.

 • 2)

  Næst bræðum við hvíttsúkkulaði yfir vatnsbaði.

 • 3)

  Meðan súkkulaðið er að bráðna hrærum við rjómaostinum saman smjörblönduna en pössum að þeyta ekki of mikið.

 • 4)

  Við leyfum hvíta súkkulaðinu að kólna örlítið.
  Á meðan stífþeytum við rjómann og jurtarjómann.

 • 5)

  Næst fer hvíta súkkulaðið saman við rjómaostakremið.

 • 6)

  Svo er öllu hrært varlega saman við stífþeytta rjómann og músinn sett í sprautupoka með stút 806 eða 808.

Samsetning

 • 1)

  Við byrjum á því að setja 1x piparkökutré á bakka. Gott er að festa það með smá smjörkremi eða hvítu súkkulaði við bakkann svo það renni ekki ekki til.

 • 2)

  Næst sprautum við doppur yfir allt tréið með ostakökumúsinni, setjum smá karamellu yfir allt og karamellkurl.

 • 3)

  Síðan fer næsta lag að piparköku jólatréinu, doppur með ostakökumúsinni, saltkaramella og karamellukurl.

 • 4)

  Að lokum fer þriðja og síðasta lagið af piparkökutrénu og síðan doppur með ostakökumúsinni. Síðan er tré-ið skreytt að vild.

  Ég skreytti tréð með Nóakroppi sem ég velti upp úr gulldufti, makkarónum, marengskossum og gullflögum.

Erfiðleikastig:

Erfiðleikastig:Miðlungs
Fyrri uppskrift Næsta uppskrift