Jarðaberja kókosbolla
Prep time: 40 min
Cook time: 30 min
Serves: 10-12 bollur
Calories: Auðvelt
- Undirbúningur: 40 min
- Baksturstími: 30 min
- Samtals: 1 klst 30 min
- Fjöldi: 10-12 bollur
- Erfiðleikastig: Auðvelt
Innihald
Vatndeigsbollur
- 3 stk egg
- 300 ml vatn
- 160 g Kornax hveiti
- 150 g smjör
Súkkulaði ganache
- 100 g Konsum súkkulaði
- 50 ml rjómi
Fylling
- 100 g Lindor kúlur með jarðaberjafyllingu
- 40 ml rjómi
- 400 ml rjómi, þeyttur
- 3-4 msk jarðaberja Royal
- Kókosbolla
- Jarðaber
Skraut
- Nóa Kropp
- Sprinkles
Aðferð
Vatnsdeigsbollur
- 1)
Hitið ofninn í 175°(viftu).
- 2)
Setjið vatn og smjör í pott. Þegar suðan er komin upp er potturinn tekinn af hitanum og hveitinu hrært saman við þar til deigið hættir að festast við hliðarnar.
- 3)
Deigið sett í hrærivélaskál og hrært þar til deigið kólnar.
- 4)
Næst er eggjunum bætt saman við einu í einu þar til þau hafa blandast vel saman við deigið
- 5)
Að lokum sprautum við bollur (líka hægt að nota skeið) á bökunarpappír eða sílikonmottu og bökum við 175°C heitum ofni í að minnsta kosti 20 mínútur.
Athugið – Ekki má opna ofninn á meðan bollurnar eru að bakast.
Súkkulaði ganache
- 1)
Við hitum rjómann upp að suðu og hellum yfir saxað súkkulaðið.
- 2)
Hrærum vel saman og leyfum að kólna örlítið.
Fylling
- 1)
Við hitum 40 ml af rjóma upp að suðu og hellum yfir Lindorkúlurnar (saxaðar) og hrærum vel saman. Leyfum að kólna örlítið.
- 2)
Næst þeytum við saman 400 ml af rjóma og Royal búðinginn.
- 3)
Að lokum blöndum við þessum varlega saman með sleif.
Samsetning
- 1)
Við setjum hálfa kókosbollu á botninn á bollunni.
- 2)
Næst setjum við jarðaberjarjómann og stráum jarðaberjum yfir.
- 3)
Síðan dýfum við lokinu í súkkulaðiganache og stráum að lokum muldu Nóa kroppi og sprinkles yfir.
Eriðleikastig:
Erfiðleikastig: | Auðvelt |