Hátíðar pavlova

desember 2, 2019Sylvía Haukdal Brynjarsdóttir

Prep time:

Cook time:

Serves:

Prenta uppskrift

Innihald

Pavlova

  • 225 g eggjahvítur
  • 350 g sykur
  • 1 msk maísanamjöl
  • 1.5 tsk hvítvínsedik
  • 1-2 tsk sítrónubörkur

Súkkulaði ganache

  • 60 g dökkt súkkulaði
  • 35 g rjómi

Royal jarðaberjamús

  • 400 ml rjómi
  • 400 ml Millac jurtarjómi
  • 1/2 pakki Royal jarðaberjabúðingur
  • 10 stk jarðaber
  • 2 tsk sítrónusafi

Aðferð

Pavlova

  • 1)

    Við byrjum á því að stilla ofninn á 120°(viftu).

  • 2)

    Tökum við sykurinn og setjum í matvinnsluvél eða notum caster sugar.

  • 3)

    Næst setjum við eggjahvíturnar í hrærivél og þeytum á miðlungshraða þar til hvíturnar eru orðnar léttþeyttar.

  • 4)

    Þegar eggjahvíturnar eru orðnar léttþeyttar bætum við sykrinum saman við einni matskeið í einu. Þegar allar sykurinn er komin saman við þeytum við blönduna á miðlungshraða þar til við finnum ekki fyrir sykrinum þegar við tökum smá á milli fingrana og nuddum saman

  • 5)

    Næst blöndum við hvítvínsediki, maísanamjöli og sítrónuberki saman og bætum svo útí eggjahvítublönduna þegar hún er klár. Pössum að þeyta ediksblönduna vel saman við í ca. 45 sekúndur.

  • 6)

    Nú teiknum við 20cm hring á bökunarpappír og setjum pavlovu deigið á miðjan hringinn og dreyfum úr

  • 7)

    Svo fer pavlovan inn í ofn við 120°í 90 mínútur, þegar 90 mínútur eru liðnar slökkvum við á ofninum of leyfum pavlovunni að kólna í ofninum yfir nótt.

Súkkulaði ganache

  • 1)

    Hitum rjómann upp að suðu.

  • 2)

    Hellum rjómanum yfir súkkulaði (saxað eða bita) og leyfum að standa í 1-2 mínútur áður en við hrærum því saman.

Royal jarðaberjamús

  • 1)

    Við byrjum á að setja rjómann, jurtarjómann og Royal jarðaberjabúðinginn í hrærivél og þeytum þar til verður stífþeytt

  • 2)

    Svo skerum við jarðaberin í litla bita og hrærum saman við jarðaberjarjómann ásamt sítrónusafanaum.

Samsetning

  • 1)

    Við byrjum á því að dreyfa úr súkkulaði ganache yfir pavlovuna.

  • 2)

    Næst segjum við Jarðaberjamúsina yfir og dreyfum vel úr henni, mér finnst gott að setja hana ekki alveg út á kantana heldur skilja eftir ca. 1 cm

  • 3)

    Að lokum skreytum við með fallegum berjum, myntu og stráum smá flórsykri yfir.

Nutrition

Fyrri uppskrift Næsta uppskrift