Bismark jólabollakökur

nóvember 24, 2019Sylvía Haukdal Brynjarsdóttir

Prep time:

Cook time:

Serves: 18-24 bollakökur

Calories: Auðvelt

Prenta uppskrift

 • Fjöldi: 18-24 bollakökur
 • Erfiðleikastig: Auðvelt

Innihald

Súkkulaðibollakökur

 • 125 g dökkt súkkulaði
 • 170 ml mjólk
 • 290 g púðusykur
 • 105 g smjör , við stofuhita
 • 2 stk egg
 • 180 g Kornax hveiti
 • 1/2 tsk salt
 • 1/2 tsk matarsódi
 • 1/2 tsk lyftiduft
 • 10 g kakó

Bismark súkkulaði ganache

 • 150 g Bismark rjómasúkkulaði
 • 90 ml rjómi

Vanillukrem

 • 300 g flórsykur
 • 300 g smjör, við stofuhita
 • 3 msk rjómi
 • 2 tsk vanilludropar

Aðferð

Súkkulaðibollakökur

 • 1)

  Við byrjum á því að hita ofninn í 175°(viftu)

 • 2)

  Næst setjum við súkkulaði, mjólk og ½ af púðusykrinum í lítinn pott og hitum upp að suðu á vægum hita.

 • 3)

  Við þeytum saman smjöri og hinum ½ af sykrinum saman og bætum síðan eggjunum varlega saman við.

 • 4)

  Næst hrærum við þurrefnunum varlega saman við.

 • 5)

  Að lokum fer heita súkkulaðiblandan í mjórri bunu saman við.

 • 6)

  Svo fyllum við setjum við deig í ca. 2/3 af bollakökuforminu.

 • 7)

  Við bökum bollakökurnar við 175° í um það bil 18 mínútur eða þar til prjónn kemur hreinn upp úr kökunum ef stungið er í þær.

Bismark súkkulaði ganache

 • 1)

  Við byrjum á því að saxa súkkulaðið í smáa bita og setjum í skál.

 • 2)

  Næst hitum við rjómann upp að suðu og hellum yfir súkkulaðið.

 • 3)

  Hrærum síðan blöndunni vel saman og leyfum henni að kólna og þykkna áður en við setjum hana í bollakökurnar.

Vanillukrem

 • 1)

  Við byrjum á því að þeyta smjörið vel og lengi þar til það verður létt og ljóst.

 • 2)

  Næst bætum við flórsykri, rjóma og vanilludropum saman við og höldum áfram að þeyta vel þar til kremið er orðið létt og ljóst.

Samsetning

 • 1)

  Við byrjum á því að gera göt í miðjuna á öllum bollakökunum.

 • 2)

  Næst sprautum við Bismark súkkulaði-ganache í gatið.

 • 3)

  Svo fer krem ofaná bollakökurnar og þær skreyttar að vild.

Eriðleikastig:

Erfiðleikastig:Auðvelt
Fyrri uppskrift Næsta uppskrift