Auðveldar og skotheldar sörur

desember 10, 2019Sylvía Haukdal Brynjarsdóttir

Prep time:

Cook time:

Serves:

Calories: Miðlungs

Prenta uppskrift

 • Erfiðleikastig: Miðlungs

Innihald

Skeljar

 • 250 g möndlumjöl
 • 200 g flórsykur
 • 130 g eggjahvítur
 • 1/4 tsk salt

Sörukrem

 • 140 g eggjarauður
 • 330 g smjör, við stofuhita
 • 130 ml sýróp, ég notaði Lyles golden syrop
 • 3 msk kakó
 • 3 tsk instant kaffi

Súkkulaði

 • 200-300 g súkkulaðihjúpur

Aðferð

Skeljar

 • 1)

  Byrjum á stífþeyta eggjahvíturnar.

 • 2)

  Síðan bætum við saltinu saman við og þeytum í um það bil 10 sekúndur í viðbót.

 • 3)

  Næst hrærum við möndlumjölinu og flórsykrinum saman við með sleif.

 • 4)

  Þegar degið er límið saman og orðið slétt setjum við það í sprautupoka með stút ( ég nota ateco 808) og sprautum á sílikonmottu eða bökunarpappír.

 • 5)

  Skeljarnar eru bakaðar við 175 gráður í um það bil 12 mínútur.

Sörukrem

 • 1)

  Við byrjum á því að þeyta eggjarauður þar til þær verða ljósar og léttar.
  Á meðan hitum við sírópið.

 • 2)

  Næst hellum við sírópinu í mjórri bunum saman við eggjarauðurnar og höldum svo áfram að þeyta þar til blandan fer að kólna.

 • 3)

  Síðan hrærum við smjöri, instant kaffi og kakói saman við og þeytum þar til kremið verður glansandi ljóst og létt.

Samsetning

 • 1)

  Sprautum kremi á söruskeljarnar (ég neitaði stút Ateco 808) og setjum þær í frysti.

 • 2)

  Bræðum súkkulaðihjúp yfir vatnsbaði.

 • 3)

  Að lokum dífum við sörunum (krem hlutanum) ofaní súkkulaðihjúpinn.

Eriðleikastig:

Erfiðleikastig:Miðlungs
Fyrri uppskrift Næsta uppskrift