Geggjaðar vöfflur með saltkaramellu

maí 7, 2020Sylvía Haukdal Brynjarsdóttir

Prep time: 10 min

Cook time: 20 min

Serves: 8-12 vöfflur

Prenta uppskrift

 • Undirbúningur: 10 min
 • Baksturstími: 20 min
 • Samtals: 30 min
 • Fjöldi: 8-12 vöfflur

Innihald

Vöfflur

 • 2 stk egg, aðskilin
 • 420 ml súrmjólk
 • 75 ml olía
 • 200 g hveiti
 • 70 g Maizana mjöl
 • 1 msk lyftiduft
 • 1/2 tsk salt
 • 3 msk sykur
 • 1/2 pakki Royal vanillubúðingur
 • 1 msk vanilludropar

Saltkaramella

 • 190 g sykur
 • 200 ml rjómi
 • 100 ml síróp
 • 1 tsk smjör
 • 1/2 tsk salt

Annað

 • Þeyttur rjómi
 • Jarðaber
 • Karamellukurl
 • Nutella
 • Banani

Aðferð

Vöfflur

 • 1)

  Við byrjum á því að aðskilja eggin.

 • 2)

  Næst hrærum við saman eggjarauðum, súrmjólk, vanilludropum og olíu.

 • 3)

  Í annarri skál hrærum við saman hveiti, lyftidufti, salti og Royal vanillubúðing.

 • 4)

  Næst blöndum við saman súrmjólkurblöndunni við þurrefnin en pössum að hafa smá kekki í blöndunni.

 • 5)

  Svo stífþeytum við saman eggjahvítur og sykur og blöndum varlega saman við deigið með sleif þar til allt er komið vel saman.

 • 6)

  Við smyrjum vöfflujárnið með smá smjöri eða olíu og bökum vöfflurnar.
  Ath. Ég notaði Belgískt vöfflujárn!

Saltkaramella

 • 1)

  Við setjum öll hráefnin saman í pott og sjóðum þar til karamellan fer að þykkna. Þá tökum við hana af hitanum og úr pottinum.
  Ath. Þetta tekur nokkrar mínútur eftir að suðan er komin upp.

Nutrition

Fyrri uppskrift Næsta uppskrift