Geggjaðar vöfflur með saltkaramellu
Prep time: 10 min
Cook time: 20 min
Serves: 8-12 vöfflur
- Undirbúningur: 10 min
- Baksturstími: 20 min
- Samtals: 30 min
- Fjöldi: 8-12 vöfflur
Innihald
Vöfflur
- 2 stk egg, aðskilin
- 420 ml súrmjólk
- 75 ml olía
- 200 g hveiti
- 70 g Maizana mjöl
- 1 msk lyftiduft
- 1/2 tsk salt
- 3 msk sykur
- 1/2 pakki Royal vanillubúðingur
- 1 msk vanilludropar
Saltkaramella
- 190 g sykur
- 200 ml rjómi
- 100 ml síróp
- 1 tsk smjör
- 1/2 tsk salt
Annað
- Þeyttur rjómi
- Jarðaber
- Karamellukurl
- Nutella
- Banani
Aðferð
Vöfflur
- 1)
Við byrjum á því að aðskilja eggin.
- 2)
Næst hrærum við saman eggjarauðum, súrmjólk, vanilludropum og olíu.
- 3)
Í annarri skál hrærum við saman hveiti, lyftidufti, salti og Royal vanillubúðing.
- 4)
Næst blöndum við saman súrmjólkurblöndunni við þurrefnin en pössum að hafa smá kekki í blöndunni.
- 5)
Svo stífþeytum við saman eggjahvítur og sykur og blöndum varlega saman við deigið með sleif þar til allt er komið vel saman.
- 6)
Við smyrjum vöfflujárnið með smá smjöri eða olíu og bökum vöfflurnar.
Ath. Ég notaði Belgískt vöfflujárn!
Saltkaramella
- 1)
Við setjum öll hráefnin saman í pott og sjóðum þar til karamellan fer að þykkna. Þá tökum við hana af hitanum og úr pottinum.
Ath. Þetta tekur nokkrar mínútur eftir að suðan er komin upp.