Eftirréttarbollan

febrúar 17, 2020Sylvía Haukdal Brynjarsdóttir

Prep time:

Cook time:

Serves: 10-12 bollur

Calories: Miðlungs

Prenta uppskrift

  • Fjöldi: 10-12 bollur
  • Erfiðleikastig: Miðlungs

Innihald

Gerdeigsbollur

  • 80 gr smjör, brætt
  • 250 ml mjólk
  • 12 g þurrger
  • 40 g sykur
  • 1/2 tsk salt
  • 1 tsk lyftiduft
  • 1 stk egg
  • 1 tsk vanilludropar
  • 300-400 g Kornax hveiti

Hvítsúkkulaðirjómi

  • 150 g hvítir súkkulaðidropar
  • 75 ml rjómi
  • 600 ml rjómi, þeyttur
  • Hindber
  • Rjómasúkkulaði með Trompbitum, saxað

Súkkulaði glassúr

  • 250 g suðusúkkulaði
  • 125 g smjör
  • 35 g flórsykur
  • 215 ml rjómi
  • 1 msk kaffi
  • 1/4 tsk salt

Skraut

  • Nóa kropp, mulið
  • Hvítir súkkulaðidropar, saxaðir

Aðferð

Gerdeigsbollur

  • 1)

    Bræðið smjör og hrærið mjólkinni saman við. Athugið að blandan á að vera ylvolg eða um 37°C.

  • 2)

    Bætið þurrgeri og sykri út í blönduna.

  • 3)

    Setjið blönduna í hrærivélaskál og hrærið lyftidufti, um helmingnum af hveitinu (150 gr), salti og vanilludropum vel saman við.

  • 4)

    Þegar öll hráefnin hafa blandast vel saman er hálft egg (munið að setja hinn helminginn til hliðar) og restinni af hveitinu blandað saman við þar til að deigið er aðeins blautt.

  • 5)

    Hnoðið í að minnsta kosti 5 mínútur í hrærivél eða 10 mínútur með höndum.

  • 6)

    Látið deigið hefast á volgum stað í 30-45 mínútur.

  • 7)

    Búið til 10-12 bollur úr deiginu og látið hefast í aðrar 30-45 mínútur.

  • 8)

    Að lokum eru bollurnar penslaðar með afgangnum af egginu og bollurnar bakaðar í 190°C heitum ofni í 8-10 mínútur.

Hvítsúkkulaðirjómi

  • 1)

    Hitið 75 ml af rjómanum að suðu og hellið yfir hvítu súkkulaðidropana og hrærið vel saman.

  • 2)

    Hrærið því næst blöndunni varlega saman við þeytta rjómann.

Súkkulaði glassúr

  • 1)

    Við setjum öll hráefnin í pott og bræðum á lágum hita, tökum síðan blönduna úr pottinum og leyfum að standa aðeins meðan hún kólnar aðeins.

Samsetning

  • 1)

    Skerið bollurnar í tvennt. Raðið hindberjum á botninn og setjið hvítisúkkulaðirjómann ofaná og síðast saxaða rjómasúkkulaðinu með trompbitum.

  • 2)

    Svo dýfum við lokinu af bollunni í glassúrinn og skreytum með söxuðu hvítu súkkulaðidropunum og muldu Nóa kroppi

Erfiðleikastig:

Erfiðleikastig:Miðlungs
Fyrri uppskrift Næsta uppskrift