Dýrðlegt sykurlaust döðlugott með poppi

mars 17, 2020Sylvía Haukdal Brynjarsdóttir

Prep time: 30 min

Cook time:

Serves: 20-40 bitar

Calories: Auðvelt

Prenta uppskrift

  • Undirbúningur: 30 min
  • Samtals: 30 min
  • Fjöldi: 20-40 bitar
  • Erfiðleikastig Auðvelt

Innihald

Döðlugott með poppi

  • 400 g döðlur
  • 300 g smjör
  • 100 g sukrin gold
  • 160 g popp
  • 50 g kasjúhnetur
  • 50 g pekanhnetur
  • 50 g salthnetur
  • 200 g sykurlaust mjólkursúkkulaði, ég notaði frá Valor

Aðferð

Döðlugott með poppi

  • 1)

    Við byrjum á því að saxa niður döðlur og hnetur.

  • 2)

    Næst fara döðlurnar, smjörið og sukrin gold í pott og er brætt saman á vægum hita.

  • 3)

    Við hrærum saman poppið og söxuðu hneturnar.

  • 4)

    Svo blöndum við poppinu saman við döðlublönduna.

  • 5)

    Setjum bökunarpappír í mót og þjöppum poppblöndunni í formið og setjum í kæli/frysti.

  • 6)

    Næst bræðum við súkkulaðið yfir vatnsbaði og hellum síðan yfir döðlugottið og dreifum jafnt úr og setjum aftur í kæli/frysti.

  • 7)

    Að lokum skerum við þetta dásamlega döðlugott niður í bita og njótum.

Erfiðleikastig

ErfiðleikastigAuðvelt
Fyrri uppskrift Næsta uppskrift