Dásamleg súkkulaðikaka með súkkulaði og karamellukremi

mars 16, 2020Sylvía Haukdal Brynjarsdóttir

Prep time: 30 min

Cook time: 25 min

Serves: 15-20

Calories: Miðlungs

Prenta uppskrift

 • Undirbúningur: 30 min
 • Baksturstími: 25 min
 • Samtals: 1 klst 45 min
 • Fjöldi: 15-20
 • Erfiðleikastig: Miðlungs

Innihald

Súkkulaðibotnar

 • 600 g sykur
 • 315 g Kornax hveiti
 • 115 g kakó
 • 2 1/4 tsk matarsódi
 • 2 1/4 tsk lyftiduft
 • 1 1/2 tsk salt
 • 3 stk egg
 • 165 ml olía
 • 330 ml mjólk
 • 330 ml heitt vatn
 • 3 tsk vanilludropar

Smjörkrem

 • 1 kg smjör, við stofuhita
 • 1 kg flórsykur
 • 7 msk rjómi, má líka vera mjólk
 • 2 tsk vanilludropar

Súkkulaðikrem með karamellu

 • 150 g suðusúkkulaði með karamellu og satli, brætt
 • 100 g karamellukurl
 • 250 g smjörkrem

Aðferð

Súkkulaðibotnar

 • 1)

  Við byrjum á því að hita ofninn 175°(viftu)

 • 2)

  Næst setjum við öll hráefnin í hrærivélaskál og hrærum saman.

 • 3)

  Þegar við höfum hrært öllum þurrefnunum vel saman bætum við eggjum, olíu, heitu vatni, mjólk og vanilludropum saman við og hrærum þar til allt hefur blandast vel saman.

 • 4)

  Næst  penslum við þrjú 20cm bökunar form með olíu og setjum bökunarpappír í botninn, penslum svo aftur yfir með olíu.

 • 5)

  Svo fara botnarnir inn í ofn við 175°(viftu) í um það bil 25 mínútur eða þar til pinni kemur hreinn upp úr kökunni.

 • 6)

  Þegar botnarnir koma úr ofninum losum við hliðarnar á forminu og hvolfum úr þeim á bökunarpappír eða kæligrind.

Smjörkrem

 • 1)

  Við byrjum á því að þeyta smjör þar til það verður létt og ljóst.

 • 2)

  Næst bætum við flórsykri, rjóma og vanilludropum saman við og þeytum þar til kremið er orðið vel ljóst og fluffy.

Súkkulaðikrem með karamellu

 • 1)

  Við byrjum á því að bræða súkkulaðið yfir vatnsbaði, leyfum því síðan að kólna örlítið.

 • 2)

  Næst setjum við smjörkrem (250g) í hrærivéla skál og þeytum brædda súkkulaðið saman við kremið.

 • 3)

  Að lokum hrærum við karamellukurlinu saman við.

Samsetning

 • 1)

  Við byrjum á því að setja smá smjörkrem á platta eða disk sem kakan á að fara á og setjum síðan fyrsta botninn ofaná.

 • 2)

  Síðan fer súkkulaðikrem ofaná og næsti botn ofnaá kremið.

 • 3)

  Setjum aftur súkkulaðikrem ofaná botn númer tvö og setjum síðan síðasta botninn ofaná.

 • 4)

  Næst setjum við kökuna inn í kæli og leyfum kreminu að stífna aðeins.

 • 5)

  Þegar kremið hefur stífnað á kökunni setjum við þunnt lag af smjörkremi utan um alla kökuna og setjum hana síðan aftur í kæli. Með því að gera þetta komum við í veg fyrir að fá mylsnu í kremið.

 • 6)

  Síðan setjum við aftur krem utan um kökuna og skreytum af vild.

Eriðleikastig:

Erfiðleikastig:Miðlungs
Fyrri uppskrift Næsta uppskrift