Bláberja og sítrónu sumarbiti

júní 15, 2023Sylvía Haukdal Brynjarsdóttir

Prep time:

Cook time:

Serves:

Prenta uppskrift

Innihald

Bláberja og sítrónu sumarbiti

  • 1 pakki smjördeig
  • 1 stk egg
  • 1 msk mjólk
  • 300 ml rjómi, notaði 50/50 millac og venjulegan
  • 100 g Lemon curd, frá Stonewall kitchen
  • 100 g Wild maine bláberjasulta, frá Stonewall kitchen
  • Hindber
  • Brómber
  • Mynta

Aðferð

  • 1)

    Við byrjum á því að setja deigið saman svo það verði tvöfalt ,skera í ferninga og raða á bökunarplötu.

  • 2)

    Hrærum saman egg og mjólk og penslum ofaná.

  • 3)

    Bökum smjördeigið við 200° í um það bil 15 mínútur og leyfum svo að kólna.

  • 4)

    Stífþeytum rjóma og blöndum blárberjasultunni samanvið.

  • 5)

    Gerum litlar holur í smjördeigið og sprautum lemon curd ofaní.

  • 6)

    Setjum bláberjarjómann í sprautupoka og sprautum ofaná bitana og setjum svo smá dropa af lemon curd ofaná.

  • 7)

    Skreytum með berjum og myntu og setjum flórsykur yfir áður en borið er fram.

Nutrition

Fyrri uppskrift