Auðveldar og skotheldar makkarónur

júlí 22, 2019Sylvía Haukdal Brynjarsdóttir

Prep time: 15 min

Cook time: 14 min

Serves:

Calories: Miðlungs

Prenta uppskrift

 • Undirbúningur: 15 min
 • Baksturstími: 14 min
 • Samtals: 29 min
 • Erfiðleikastig: Miðlungs

Innihald

Makkarónur

 • 100 g flórsykur
 • 100 g möndlumjöl
 • 70 g eggjahvítur, við stofuhita
 • 1/2 tsk cream of tartar / Vínsteinslyftiduft
 • 50 g sykur

Súkkulaði ganache (fylling)

 • 150 g súkkulaði
 • 90 g rjómi
 • 1/5 tsk salt

Hindberja fylling

 • 100 g smjör, Við stofuhita
 • 100 g flórsykur
 • 30 g sykur
 • 70 g hindber
 • 1/2 stk lime, Safinn

Aðferð

Makkarónur

 • 1)

  Við byrjum á því að setja flórsykurinn og möndlumjölið saman í matvinnsluvél í ca. 1 mínútu.

 • 2)

  Næst sigtum við möndumjölið og flórsykurinn tvisvar sinnum og setjum til hliðar.

 • 3)

  Nú setjum við eggjahvíturnar í hærivélarskálina og þeytum á lágri stillingu. Þegar eggjahvíturnar eru orðnar að froðu setjum við Cream of tartar (Vínsteins lyftiduft) og setjum hrærivélina á miðlungsstillingu.

 • 4)

  Næst hækkum við hraðann og setjum eina matskeið af sykri í einu saman við eggjahvíturnar.

 • 5)

  Þegar allur sykurinn er kominn saman við bætum við matarlit saman við ef við viljum hafa makkarónurnar í lit. Höldum svo áfram að þeyta þar til eggjavhíturnar verða stífþeyttar.

 • 6)

  Næst er komið að því að “folda“ möndlumjölinu og flórsykrinum saman við eggjahvíturnar.  Það gerum við ca. 50-70 sinnum þar til við erum komin með rétta áferð á deigið til að sprauta því.

 • 7)

  Þá sprautum við makkarónunum á bökunarpappír eða sílikonmottu.

 • 8)

  Næst sláum við ofnplötunni nokkrum sinnum í borðið til að losa loft úr makkarónunum og slétta toppinn.

 • 9)

  Svo þurfa þær að bíða við stofuhita í ca. 30 mínútur eða þar til toppurinn á þeim þornar og hægt er að snerta hann lauslega án þess að fá deig á fingurinn.

 • 10)

  Svo fara þær inn í ofn í um það bil 14 mínútur á 140° og viftu.

 • 11)

  Makkarónurnar eru tilbúnar þegar hægt er að ýta lauslega í “hattinn“ á þeim án þess að hann hreyfist.

Súkkulaði ganache

 • 1)

  Við byrjum á því að hita rjómann upp að suðu og saxa súkkulaðið ef það er ekki í litlum bitum.

 • 2)

  Næst hellum við rjómanum yfir súkkulaðið og leyfum að standa í 30 sekúndur þar til við hrærum allt saman.

 • 3)

  Næst leyfum við súkkulaðiblöndunni að kólna þar til hægt verður að sprauta henni á makkarónurnar. (hægt er að setja í ísskáp til að flýta fyrir)

Hindberja fylling

 • 1)

  Við byrjum á því að setja sykur, hinber og limesafann í pott og hitum upp að suðu.

 • 2)

  Þegar blandan er komin upp að suðu leyfum við henni að sjóða í nokkrar mínútur, tökum svo af hitanum, hellum í skál og setjum inn í kæli.

 • 3)

  Næst setjum við smjörið í hrærivélaskál og þeytum þar til verður ljóst og létt.

 • 4)

  Þá bætum við flórsykrinum saman við og þeytum aðeins lengur.

 • 5)

  Að lokum hellum við hindberjablöndunni saman við og þeytum í 2-3 mínútur.

Eriðleikastig:

Erfiðleikastig:Miðlungs
Fyrri uppskrift Næsta uppskrift