Kókoskaka með sítrónufyllingu

Mér þykir fátt skemmtilegra en að búa til nýjar uppskriftir. Því er ég mjög stolt af þessum botni sem er 100% uppskrift frá mér og er alveg ótrúlega góð þó ég segi sjálf frá.
botninn er dásamlegur með smá kókoskeim, kremið dúna mjúkt og sítrónufyllingin fersk og góð.
Get svo sannarlega mælt með að þið prófið þessa.

Prenta uppskrift

  • Undirbúningur: 25 min
  • Baksturstími: 30 min
  • Samtals: 55 min
  • Fjöldi: 20
  • Erfiðleikastig: Miðlungs

Innihald

Kókosbotn

  • 480 g Kornax Hveiti
  • 100 gr kókos
  • 4 tsk lyftiduft
  • 1 tsk salt
  • 340 g smjör
  • 600 g sykur
  • 2 tsk vanilludropar
  • 9 stk eggjahvítur
  • 220 ml kókosmjólk
  • 190 ml nýmjólk
  • 90 ml olía

Kókoskrem

  • 650 g smjör
  • 650 g flórsykur
  • 2 tsk vanilludropar
  • 200 ml kókosmjólk

Sítrónufylling

  • 140 ml sítrónusafi
  • 5 tsk sítrónubörkur
  • 150 g sykur
  • 8 stk eggjarauður
  • 90 g smjör

Aðferð

Kókosbotn

  • 1)

    Við byrjum á því að stilla ofninn á 175°(viftu).

  • 2)

    Næst setjum við smjör(við stofuhita) og sykur saman í hrærivélaskál og þeytum þar til verður ljóst og létt.

  • 3)

    Svo fara eggjahvíturnar rólega saman við, lítið í einu.

  • 4)

    Næst hærum við 1/3 af þurrefnunum saman við blönduna.

  • 5)

    Svo hrærum við 1/2 af blautefnunum (mjólk, kókosmjólk, olíu og vanilludropum) saman við.

  • 6)

    Þá hrærum við næsta 1/3 af þurrefnunum saman við.

  • 7)

    Síðan restinni af blautefnunum.

  • 8)

    Að lokum fer síðasti skammturinn af þurrefnunum. Gott er að hræra degið ekki of mikið en samt nóg til þess að allt sé komið saman.

  • 9)

    Næst fer degið í þrjú 19 cm. form og 12 bollakökuform og er bakað við 175°. Bollakökurnar (18-20 mín) þurfa styttri tíma en botnarnir (20-25 mín).

Kókoskrem

  • 1)

    Við byrjum á því að þeyta smjörið(við stofuhita) þar til það verður ljóst og létt.

  • 2)

    Næst bætum við flórsykrinum og vanilludropunum saman við og höldum áfram að þeyta.

  • 3)

    Svo bætum við kókosmjólkinni (við stofuhita)  saman við og þeytum í 2-3 mínútur.

Sítrónufylling

  • 1)

    Við setjum öll hráefnin í skál yfir vatnsbað.

  • 2)

    Pössum að hræra stanslaust í blöndunni þar til hún fer að þykkna og nær rúmlega 70°.

  • 3)

    Þá sigtum við blönduna í aðra skál og setjum í kæli.

Erfiðleikastig:

Erfiðleikastig:Miðlungs
Fyrri grein Næsta grein