Klassískt og gott Bananabrauð
Bananabrauð er eitt af því sem stelpurnar mínar elska og skelli ég því oft í, þá sérstaklega þegar það eru til bananar sem eru komnir á tíma.
Það er svo fljótlegt og auðvelt að skella í það og stelpurnar elska að fá að hjálpa og dúllast með mér í eldhúsinu. Svo fá sér allir heitt bananabrauð og ískalda mjólk í kaffitímanum
Aðferð
Bananabrauð
- 1)
Við byrjum á því að stappa banana og hræra þá saman við sykurinn.
- 2)
Næst hrærum við eggjum saman við þar til blandan verður aðeins léttari.
- 3)
Svo fara þurrefnin saman við.
- 4)
Skiptum næst deginu í tvö form og stráum haframjöli yfir.
- 5)
Brauðin eru bökum við 175°(viftu) í ca. 30 mínútur.
Erfiðleikastig:
Erfiðleikastig: | Auðvelt |