Dásamlegar Banana muffins

Þessar banana muffins klikka aldrei og eru eitthvað sem flestir elska.
Þær eru auðveldar og mjög góðar með kaffinu. Mér finnst rosa gott að eiga skothelda uppskrift sem fljótlegt er að skella í ef von er á gestum eða vantar eitthvað með kaffinu.

Prenta uppskrift

  • Undirbúningur: 10 min
  • Baksturstími: 20 min
  • Samtals: 30 min
  • Fjöldi: ca. 20 stk.
  • Erfiðleikastig Auðvelt

Innihald

Banana muffins

  • 160 g sykur
  • 1 stk egg
  • 3 stk bananar, Þroskaðir
  • 75 g smjör, Brætt
  • 220 g hveiti
  • 1 tsk lyftiduft
  • 1 tsk matarsódi
  • 1/2 tsk salt
  • 80 g súkkulaðibitar
  • 1/2 tsk vanilludropar

Aðferð

Banana muffins

  • 1)

    Við byrjum á því að hita ofninn í 175°(viftu).

  • 2)

    Svo setjum við sykur, egg og maukaða banana í hrærivélaskál og þeytum saman.

  • 3)

    Næst bætum við smjöri, hveiti, lyftidufti, salti og matarsóda og hrærum saman við.

  • 4)

    Að lokum fer súkkulaðið og vanilludroparnir saman við .

  • 5)

    Næst setjum við  deig í 2/3 af muffinsformunum og bökum í ca. 18-20 mínútur eða þar til pinni kemur hreinn upp úr kökunum.

Erfiðleikastig

ErfiðleikastigAuðvelt
Fyrri grein Næsta grein