Banoffee baka
Ég get ekki annað sagt en að þessi banoffee ( banana toffee) baka sé brjálæðislega góð. Þetta er ein að þeim sem maður getur ekki annað en smakkað!
Aðferð
Salthnetu og súkkulaðibotn
- 1)
Við byrjum á því að bræða sykur á pönnu þar til hann er allur bráðinn og orðinn dökkbrúnn á lit.
- 2)
Þá bætum við salthnetunum útí sykurinn, hellum á sílikonmottu eða bökunarpappír og leyfum að kólna í um það bil 20-30 mínútur.
- 3)
Næst bræðum við smjör í potti.
- 4)
Því næst brjótum við hneturnar niður og setjum í matvinnsluvél. Gott er að mylja hneturnar ekki alveg niður heldur leyfa nokkrum bitum að vera aðeins stærri.
- 5)
Svo hrærum við smjörinu, hnetunum og súkkulaðinu saman og setjum í hringform eða smelluform. Mér þykir best að nota plastborða eða bökunarpappír meðfram forminu svo auðveldara sé að ná kökunni úr.
- 6)
Svo setjum við botninn í kæli með við græjum fyllinguna.
Toffee karamella
- 1)
Við byrjum á því að bræða sykurinn í potti þar til hann verður dökkur.
- 2)
Næstu bætum við smjörinu útí í teningum og hrærum stöðugt.
- 3)
Svo fer niðursoðna mjólkin, rjóminn og saltið útí.
- 4)
Leyfum karamellunni að malla þar til hún þykknar og hylur bakhlutann af skeið.
- 5)
Leyfum karamellunni að kólna aðeins áður en við hellum henni ofaná hnetubotninn.
Samsetning
- 1)
Skerum bananana í meðalstórar sneiðar og röðum þeim ofaná karamelluna.
- 2)
Næst stífþeytum við jurtarjómann og rjómann.
- 3)
Svo fer rjóminn ofaná bananana, ég notaði rósastút til að sprauta rjómanum ofaná.
- 4)
Að lokum skreytum við með karamellukurli og súkkulaði.
Eriðleikastig:
Erfiðleikastig: | Auðvelt |