Danskar flødeboller
Prep time:
Cook time:
Serves:
Aðferð
Danskar flødeboller
- 1)
Við byrjum á því að sprauta kransakökudeiginu í þunnar kökur á bökunarpappír og pressum aðeins ofaná til að slétta.
- 2)
Næst bökum við kökurnar við 200° í 10 mínútur.
- 3)
Þegar kökurnar hafa kólnað setjum við sykurinn í ofninn á bökunarpappír við 190°í um það bil 6-9 mínútur eða þar til sykurinn fer aðeins að brúnast eða bráðna á endunum.
- 4)
Við stífþeytum eggjahvítur með vanilludropum og bætum síðan heita sykrinum smá saman við og þeytum þar til blandan fer að kólna og allur sykurinn hefur leyst upp.
- 5)
Næst sprautum við marengskreminu á kransakökurnar og setjum í frysti.
- 6)
Á meðan kökurnar eru í frysti bræðum við súkkulaðihjúpinn yfir vatnsbaði.
- 7)
Að lokum dýfum við kökunum í súkkulaðihjúpinn og skreytum með kökuskrauti eða öðru eftir smekk.