Uppáhalds veislutertan
Prep time:
Cook time:
Serves: 15-20
Calories: Miðlungs
- Fjöldi: 15-20
- Erfiðleikastig: Miðlungs
Innihald
Blauttertubotn
- 3 stk egg
- 200 g sykur
- 75 ml heitt vatn
- 150 g Kornax hveiti
- 1.5 tsk lyftiduft
Konfekttertubotn
- 4 stk eggjahvítur
- 140 g flórsykur
- 140 g kókosmjöl
- 100 g súkkulaði, saxað smátt
Súkkulaðikrem
- 100 g eggjarauður
- 100 g flórsykur
- 120 g súkkulaði, brætt
- 5 msk rjómi
Rjómasúkkulaðimús
- 270 g rjómi
- 200 g Millac gold jurtarjómi
- 150 g rjómasúkkulaði
Smjörkrem
- 700 g flórsykur
- 700 g smjör, við stofuhita
- 2 tsk vanilludropar
- 5 msk rjómi
Aðferð
Blauttertubotn
- 1)
Við byrjum á því að stilla ofninn á 150°(viftu).
- 2)
Næst þeytum við saman eggin og sykurinn þar til það verður létt og ljóst.
- 3)
Svo bætum við heita vatninu saman við í mjórri bunum og höldum áfram að þeyta.
- 4)
Næst sigtum við lyftiduft og hveiti saman við og hrærum varlega með sleif þar til hveitið hefur blandast alveg saman við. Í þessu skrefi þarf að fara mjög varlega svo að botninn verði ekki of þéttur.
- 5)
Næst smyrjum við 20cm form með olíu/smjöri, setjum bökunarpappír í botninn og bökum við 150°í um það bil 30 mínútur eða þar til botninn er fullbakaður. Ef að botninn boppar til baka þegar lauslega er ýtt í miðjuna og pinni kemur hreinn upp úr er hann tilbúin.
- 6)
Þegar botninn kemur úr ofninum losum við hliðarnar og hvolfum botninum á kæligrind eða bökunarpappír.
Konfekttertubotn
- 1)
Við byrjum á því að stífþeyta eggjahvíturnar og flórsykurinn saman.
- 2)
Næst hrærum við kókosmjölinu og súkkulaðinu varlega saman við.
- 3)
Næst smyrjum við 20cm form með olíu/smjöri, setjum bökunarpappír í botninn og bökum við 150° í um það bil 30 mínútur eða þar til botninn er bakaður í gegn og toppurinn orðinn gullinbrúnn.
Þegar botninn kemur úr ofninum losum við hliðarnar og hvolfum á kæligrind eða bökunarpappír og leyfum að kólna.
Súkkulaðikrem
- 1)
Við byrjum á því að bræða súkkulaðið yfir vatnsbaði og setjum til hliðar.
- 2)
Næst þeytum við flórsykur og eggjarauður saman þar til það verður stífþeytt.
- 3)
Þá hellum við brædda súkkulaðinu saman við í mjórri bunum.
- 4)
Að lokum hærum við rjómanum varlega samanvið.
Rjómasúkkulaðimús
- 1)
Við byrjum á því að setja rjómasúkkulaðið ásamt 80 ml. af rjómanum í skál og hitum í örbylgjuofni þar til rjómin byrjar að sjóða. Þá tökum við skálina út og hrærum saman þar til það er allt blandað vel saman.
- 2)
Næst þeytum við restina af rjómanum og jurtarjómanum saman þar til það verður stífþeytt.
- 3)
Þá tökum við ca. 1/3 af rjómanum og hrærum varlega saman við súkkulaðiblönduna.
- 4)
Svo hrærum við varlega restinni af rjómanum saman við.
Samsetning
- 1)
Við byrjum á því að setja blauttertubotninn á platta.
- 2)
Næst setjum við smjörkrem í sprautupoka og klippum gat á pokann. Sprautum háan smjörkremhring/vegg meðfram botninum (3-4 umferðir ofan á hver aðra).
- 3)
Þá setjum við súkkulaðiðkremið á botninn og þar á eftir súkkulaðimúsina.
Fyrir þá sem það vilja er gott að setja jarðaber, perur eða aðra ávexti með á milli.
- 4)
Næst fer konfekttertubotninn ofaná og kakan í kæli þar til smjörkremið stífnar alveg.
- 5)
Þegar smjörkremið hefur alveg stífnað hjúpum við kökuna með smjörkremi og skreytum að vild.
Erfiðleikastig:
Erfiðleikastig: | Miðlungs |