Tiramisu pönnuköku kaka
Prep time: 10 min
Cook time: 30 min
Serves: 15
Calories: Auðvelt
- Undirbúningur: 10 min
- Baksturstími: 30 min
- Samtals: 50 min
- Fjöldi: 15
- Erfiðleikastig: Auðvelt
Innihald
Pönnukökur
- 500 g Kornax hveiti
- 150 g sykur
- 1 tsk lyftiduft
- 1/2 tsk matarsódi
- 1/2 tsk salt
- 2 tsk vanilludropar
- 2 stk egg
- 850 ml mjólk
- 150 ml heitt kaffi
- 100 g smjör, brætt
- Möguleika auka kaffi til að þynna deigið, fer eftir smekk.
Tiramisu fylling
- 250 g Mascarpone rjómaostur
- 200 g rjómaostur
- 500 ml rjómi, þeyttur
- 1 tsk vanilludropar
- 4 tsk instant kaffi
- 400 g flórsykur
Aðferð
Pönnukökur
- 1)
Við byrjum á því að hræra öllum þurrefnunum saman.
- 2)
Næst hrærum við mjólk, eggjum og vanilludropum saman og hrærum svo smá saman við þurrefnablönduna.
- 3)
Þegar deigið er orðið kekkjalaust er brædda smjörinu hrært saman við.
- 4)
Athugið!
Hægt er að þynna deigið með kaffi ef þið viljið hafa pönnukökurnar þynnri, fer eftir smekk. - 5)
Næst hittum við pönnuköku pönnuna og smyrjum með smjöri.
- 6)
Steikjum svo pönnukökurnar og kælum.
Tiramisu fylling
- 1)
Við byrjum á því að þeyta saman rjómaost, mascarpone rjómaost,vanilludropum, flórsykri og instant kaffinu.
- 2)
Næst þeytum við rjómann en pössum að stífþeyta hann ekki alveg.
- 3)
Að lokum hrærum við öllu varlega saman.
Samsetning
- 1)
Þegar pönnukökurnar hafa kólnað byrjum við að setja kökuna saman.
- 2)
Byrjum á því að setja eina pönnuköku og 2-3 msk af fyllingu og svo koll af kolli.
- 3)
Við pössum að setja ekki fyllingu á efstu pönnukökuna en þar stráum við vel af kakó-i yfir með sigti.
- 4)
Passa þarf að leyfa kökunni að vera í kæli í að minnsta kosti klukkustund áður en hún er borin fram.
Erfiðleikastig:
Erfiðleikastig: | Auðvelt |