Sykur og hveitilaus frönsk súkkulaðikaka

júlí 23, 2019Sylvía Haukdal Brynjarsdóttir

Prep time: 10 min

Cook time: 30 min

Serves: 8

Calories: Auðvelt

Prenta uppskrift

  • Undirbúningur: 10 min
  • Baksturstími: 30 min
  • Samtals: 40 min
  • Fjöldi: 8
  • Erfiðleikastig: Auðvelt

Innihald

Sykur og hveitilaus frönsk súkkulaðikaka

  • 6 stk egg
  • 300 g sykurlaust súkkulaði
  • 300 g smjör
  • 150 g sukrin eða annar gervisykur
  • 55 g möndlumjöl
  • 1/4 tsk salt
  • Kakó
  • Ber, Til skreytinga

Aðferð

Frönsk súkkulaðikaka

  • 1)

    Við byrjum á því að þeyta eggin þar til þau verða ljós og létt.

  • 2)

    Næst setjum við gervisykurinn í blender eða matvinnsluvél þar til hann verður að púðri.

  • 3)

    Þá þeytum við hann saman við eggin.

  • 4)

    Næst bræðum við súkkulaðið og smjörið saman og blöndum varlega saman við eggjablönduna.

  • 5)

    Að lokum hrærum við salti og möndlumjöli  varlega saman við

  • 6)

    Svo smyrjum við formið vel og setjum bökunarpappír í botninn á forminu.

  • 7)

    Kakan er bökuð við 170°(viftu) í 30-35 mínútur.

  • 8)

    Þegar kakan er komin úr ofninum tökum við hana úr forminu og leyfum að kólna.

  • 9)

    Svo sigtum við kakó yfir kökuna og skreytum með berjum.  Kakan er mjög góð borin fram með þeyttum rjóma.

Eriðleikastig:

Erfiðleikastig:Auðvelt
Fyrri uppskrift Næsta uppskrift