Súkkulaði og hnetusmjörsbitakökur

október 25, 2019Sylvía Haukdal Brynjarsdóttir

Prep time: 25 min

Cook time: 15 min

Serves:

Calories: Auðvelt

Prenta uppskrift

  • Undirbúningur: 25 min
  • Baksturstími: 15 min
  • Samtals: 45 min
  • Erfiðleikastig: Auðvelt

Innihald

Súkkulaði og hnetusmjörsbitakökur

  • 100 g sykur
  • 230 g púðusykur
  • 250 g smjör, við stofuhita
  • 2 stk egg
  • 250 g Kornax hveiti
  • 1 tsk salt
  • 1/2 tsk matarsódi
  • 1 pakki Royal súkkulaðibúðingur
  • 60 g kakó
  • 1 tsk vanilludropar
  • 100 g dökkt súkkulaði, bitar eða saxað
  • 200 g Reese's hnetusmjörbitar, má skipta út fyrir hvítt súkkulaði eða karamellukurl
  • 4 msk mjólk, við stofuhita

Aðferð

Súkkulaði og hnetusmjörbitakökur

  • 1)

    Við byrjum á því að að þeyta saman smjör, púðusykur og sykur.

  • 2)

    Svo bætum við eggjum og vanilludropum saman við og þeytum þar til blandan verður létt og ljós.

  • 3)

    Næst blöndum við hveiti, salti, matarsóda, Royal súkkulaðibúðing og kakó saman við og hrærum vel saman áður en mjólkin fer síðan saman við.

  • 4)

    Að lokum hrærum við súkkulaðibitunum og hnetusmjörsbitunum saman við.

  • 5)

    Næst kælum við deigið í ískáp í klukkustund eða í frysti í 15 mínútur.

  • 6)

    Þegar deigið er að verða tilbúið stillum við ofnin á 175°(viftu)

  • 7)

    Að lokum skerum við deigið niður í jafna litla bita, rúllum kúlur og setjum á bökunarpappír.

  • 8)

    Við bökum kökurnar við 175°í 12-15 mínútur.

Erfiðleikastig:

Erfiðleikastig:Auðvelt
Fyrri uppskrift Næsta uppskrift