Páska gulrótarbollakökur

júlí 1, 2019Sylvía Haukdal Brynjarsdóttir

Prep time: 10 min

Cook time: 20 min

Serves: ca. 20 bollakökur

Calories: Auðvelt

Ég skellti í þessar guðdómlega góðu gulrótar bollakökur í vikunni. Það er ekkert grín hvað þær eru góðar. Mæli með að þið prófið að skella í þessar!

Prenta uppskrift

  • Undirbúningur: 10 min
  • Baksturstími: 20 min
  • Samtals: 30 min
  • Fjöldi: ca. 20 bollakökur
  • Erfiðleikastig: Auðvelt

Innihald

Gulrótarbollakökur

  • 300 g púðusykur
  • 3 stk egg
  • 300 ml olía, (grænmetis)
  • 300 g Kornax hveiti
  • 1 tsk matarsódi
  • 1 tsk lyftiduft
  • 1 tsk kanill
  • 1/2 tsk engifer
  • 1/2 tsk salt
  • 1/2 tsk vanilludropar
  • 300 g gulrætur
  • 100 g pekanhnetur

Rjómaostakrem

  • 350 g smjör, Við stofuhita
  • 350 g flórsykur
  • 250 g rjómaostur, Við stofuhita
  • 1 tsk vanilludropar

Aðferð

Gulrótarbollakökur

  • 1)

    Púðusykur, egg og olía hrærð saman.

  • 2)

    Þurrefnum varlega hrært saman við.

  • 3)

    Gulrætur og pekanhnetur saxaðar, mér finnst best að nota matvinnsluvél og nota þessa hér.

  • 4)

    Gulrótum og pekanhnetum hrært saman við degið.

  • 5)

    Bakað við 170° í 18-20 mín.

     

Rjómaostakrem

  • 1)

    Smjör þeytt vel og lengi þar til það verður ljóst og létt.

  • 2)

    Flórsykri bætt saman við og þeytt lengur.

  • 3)

    Rjómaosti og vanilludropum hrært saman við.

     

     

Erfiðleikastig:

Erfiðleikastig:Auðvelt
Næsta uppskrift