Hvítsúkkulaðimús með hindberjasósu

desember 29, 2019Sylvía Haukdal Brynjarsdóttir

Prep time: 25 min

Cook time:

Serves: 6 glös

Calories: Auðvelt

Prenta uppskrift

  • Undirbúningur: 25 min
  • Samtals: 25 min
  • Fjöldi: 6 glös
  • Erfiðleikastig: Auðvelt

Innihald

Hvítsúkkulaðimús

  • 250 g hvíttsúkkulaði
  • 150 ml rjómi
  • 150 ml Millac jurtarjómi, má nota venjulegan
  • 150 ml rjómi

Hindberjasósa

  • 100 g frosin hindber
  • 100 g sykur

Aðferð

Hvítsúkkulaðimús

  • 1)

    Við byrjum á því að hita 150ml. af rjóma upp að suðu, hellum yfir hvíta súkkulaðið og hrærum vel saman.

  • 2)

    Næst stífþeytum við saman rjóma og jurtarjóma ( ef notaður er venjulegur rjómi í stað jurtarjóma pössum við að stífaþeyta rjómann ekki alveg).

  • 3)

    Síðan blöndum við öllu varlega saman.

Hindberjasósa

  • 1)

    Við setjum hindber og sykur í pott og sjóðum í nokkrar mínútur þar til blandan fer að þykkna örlítið.

  • 2)

    Þá tökum við hana af hitanum og leyfum að kólna.

Samsetning

  • 1)

    Við byrjum á að setja hindberjasósu í botninn á glösunu.

  • 2)

    Næst fer hvíta súkkulaðimúsin yfir.

  • 3)

    Svo fara glösin í kæli í smá stund áður en við skreytum eða berum fram. Gott er að gera þennan eftirrétt daginn áður en á að bera hann fram.

Erfiðleikastig:

Erfiðleikastig:Auðvelt
Fyrri uppskrift Næsta uppskrift