Gamla góða skúffukakan

júlí 1, 2019Sylvía Haukdal Brynjarsdóttir

Prep time: 7 min

Cook time: 25 min

Serves: 1 skúffa

Calories: Auðvelt

Hver man ekki eftir að koma heim og mamma búin að baka skúffuköku sem bíður á borðinu ásamt ískaldri mjólk. Mig langar að deila með ykkur uppáhalds kökunni minni, gömlu góðu skúffukökunni!

Prenta uppskrift

  • Undirbúningur: 7 min
  • Baksturstími: 25 min
  • Samtals: 32 min
  • Fjöldi: 1 skúffa
  • Erfiðleikastig: Auðvelt

Innihald

Skúffukaka

  • 360 g Kornax hveiti
  • 400 g sykur
  • 2 msk kakó
  • 2 tsk lyftiduft
  • 2 tsk matarsódi
  • 1 tsk salt
  • 100 g smjör, brætt
  • 220 ml heitt kaffi
  • 220 ml súrmjólk
  • 1 tsk vanilludropar
  • 2 stk egg

Súkkulaðikrem

  • 120 g smjör, við stofuhita
  • 1 1/2 dl kakó
  • 6 dl flórsykur
  • 65 ml mjólk
  • 1 tsk vanilludropar

Aðferð

Skúffukaka

  • 1)

    Öllum þurrefnum hrært saman.

  • 2)

    Blautefnum hrært saman við.

  • 3)

    Bakað við 175° í 20-25 mín.

Súkkulaðikrem

  • 1)

    Smjör og kakó hrært saman.

  • 2)

    Flórsykri, mjólk og vanilludropum hrært saman við.

Erfiðleikastig:

Erfiðleikastig:Auðvelt
Fyrri uppskrift Næsta uppskrift