Brownie draumur

desember 27, 2019Sylvía Haukdal Brynjarsdóttir

Prep time: 10 min

Cook time: 30 min

Serves: 6-8

Calories: Auðvelt

Prenta uppskrift

  • Undirbúningur: 10 min
  • Baksturstími: 30 min
  • Samtals: 45 min
  • Fjöldi: 6-8
  • Erfiðleikastig: Auðvelt

Innihald

Brownie botn

  • 200 g súkkulaði
  • 175 g smjör
  • 325 g sykur
  • 100 g Kornax hveiti
  • 50 g Royal súkkulaðibúðingur
  • 3 stk egg

Salthnetu cumble (má sleppa, hægt að nota karamellukurl í staðinn)

  • 100 g sykur
  • 100 g salthnetur

Sætur rjómi

  • 150 ml rjómi
  • 150 ml Millac jurtarjómi, hægt að nota venjulegan rjóma líka
  • 1 msk flórsykur

Fersk ber

  • Jarðaber
  • Brómber

Aðferð

Brownie botn

  • 1)

    Við byrjum á því að bræða súkkulaði og smjör yfir vatnsbaði.

  • 2)

    Næst tökum við súkkulaðiblönduna af hitanum og hrærum sykrinum saman við.

  • 3)

    Þegar sykurinn er kominn vel saman við súkkulaðiblönduna hrærum við hveiti og Royal súkkulaðibúðings duftinu saman við.

  • 4)

    Að lokum hrærum hrærum við eggjunum saman við.

  • 5)

    Við smyrjum form vel með olíu, setjum bökunarpappír í botninn og smyrjum hann vel. Hellum deiginu í formið og bökum við 170°í 30-35 mínútur (ef formið er um 24cm).

  • 6)

    Um leið og botninn kemur úr ofninum losum við hliðarnar og hvolfum úr forminu á bökunarpappír og leyfum botninum að kólna.

Salthnetu crumble

  • 1)

    Við bræðum sykur á pönnu þar til hann er orðinn fallega brúnn.

  • 2)

    Þá hellum við hnetunum saman við og blöndum vel saman, hellum síðan á sílikonmottu eða bökunarpappír og leyfum að kólna alveg.

Sætur rjómi

  • 1)

    Stífþeytum saman rjóma, jurtarjóma og flórsykur.

Samsetning

  • 1)

    Við byrjum á því að skera út litla hringi og brownie botninum.

  • 2)

    Setjum rjómann í sprautupoka með stút nr. 865 fyrir rifflaðar doppur eða nr.806 fyrir sléttar. Svo sprautum við litlar doppur ofaná botninn.

  • 3)

    Næst myljum við niður salthnetu crumble-ið og stráum yfir rjómann.
    Ath!
    Hægt er að sleppa þessu og setja t.d. karamellukurl í staðinn. 

  • 4)

    Svo skerum við berin niður og setjum yfir.

  • 5)

    Að lokum stráum við flórsykri yfir.

Erfiðleikastig:

Erfiðleikastig:Auðvelt
Fyrri uppskrift Næsta uppskrift