Ofnbakaður Dala hringur

Þessi smáréttur hentar ótrúlega vel sem forréttur eða sem eftirréttur með góðu rauðvíni og góðum vinum. Það er hægt að útfæra hann á svo marga vegu en þetta er án efa besta útgáfan sem ég hef gert.

Prenta uppskrift

  • Undirbúningur: 10 min
  • Baksturstími: 10 min
  • Samtals: 20 min
  • Erfiðleikastig: Auðvelt

Innihald

Ofnbakaður Dala hringur

  • 1 stk Dala hringur
  • 6 stk beikonsneiðar
  • 5 stk döðlur
  • 5-7 msk hlynsíróp
  • 75 gr valhnetur

Aðferð

Ofnbakaður Dala hringur

  • 1)

    Við byrjum á því að steikja beikonið og setjum til hliðar.

  • 2)

    Næst setjum við ostinn í eldfast mót og hellum helmingnum af hlynsírópinu yfir.

  • 3)

    Svo skerum við beikonið, valhneturnar og döðlurnar niður í litla bita og setjum yfir ostinn.

  • 4)

    Að lokum fer restin af sírópinu yfir og inn í ofn á 180°(viftu) í ca. 8 mínútur eða þar til sírópið er byrjað að krauma og beikonið dökknar.

Eriðleikastig:

Erfiðleikastig:Auðvelt
Fyrri grein Næsta grein