Klassískt smjörkrem

Þessi smjörkrem uppskrift er auðveld og skotheld. Létt og gott krem sem hentar á flest allar kökur.

Prenta uppskrift

  • Erfiðleikastig: Auðvelt

Innihald

Smjörkrem

  • 500 g smjör, við stofuhita
  • 500 g flórsykur
  • 1.5 tsk vanilludropar
  • 4-6 msk rjómi

Aðferð

Smjörkrem

  • 1)

    Við byrjum á því að þeyta smjörið vel og lengi þar til það verður létt og ljóst.

  • 2)

    Næst bætum við flórsykri og vanilludropum saman við og höldum áfram að þeyta.

  • 3)

    Að lokum bætum við rjómanum saman við og þeytum í smá stund í viðbót.

Erfiðleikastig:

Erfiðleikastig:Auðvelt

Fyrri grein Næsta grein