Páskakakan 2020
Prep time: 30 min
Cook time: 26 min
Serves: 15-20
Calories: Miðlungs
- Undirbúningur: 30 min
- Baksturstími: 26 min
- Samtals: 2 klst 20 min
- Fjöldi: 15-20
- Erfiðleikastig: Miðlungs
Innihald
Karamellu-vanillubotnar
- 350 g sykur
- 225 g smjör, við stofurhita
- 390 g Kornax hveiti
- 1 msk vanilludropar
- 2 1/2 tsk lyftiduft
- 1/2 tsk salt
- 1 pakki Royal saltkaramellubúðingur
- 300 ml mjólk, við stofuhita
- 60 ml olía
- 6 stk eggjahvítur, (210g)
Svissneskt merange smjörkrem
- 350 g eggjahvítur
- 460 g sykur
- 940 g smjör, við stofuhita
- 1 msk vanillupaste
Á milli
- 150 g karamellukurl
- 10 stk jarðaber
Aðferð
Karamellu-vanillubotnar
- 1)
Við byrjum á því að stilla ofninn á 175°(viftu.
- 2)
Næst setjum við smjör og sykur saman í hrærivél og þeytum þar til verðu ljóst og létt.
- 3)
Næst fara eggjahvíturnar saman við, rólega lítið í einu.
- 4)
Næst hrærum við 1/3 af þurrefnunum saman við blönduna.
- 5)
Því næst 1/3 af blautefnunum.
- 6)
Aftur 1/3 af þurrefnum og svo koll af kolli þar til allt er komið vel saman. Pössum að hræra ekki of mikið en samt nóg til að allt sé komið vel saman.
- 7)
Næst smyrjum við þrjú 20cm form vel með olíu, setjum bökunarpappír í botninn og smyrjum aftur með olíu.
- 8)
Skiptum deiginu í þrjú form, mér finnst best að vigta í formin svo það sé saman hæð á öllum botnum.
- 9)
Síðan fara botnarnir inn í ofn við 175°(viftu) í um það bil 22-26 mínútur eða þar til pinni kemur hreinn upp úr þeim.
- 10)
Þegar kökurnar koma úr ofninum losum við hliðarnar og hvolfum strax úr formunum á bökunarpappír eða kælirekka. Þetta verður til þess að auðveldara er að ná kökunum úr formunum og toppurinn jafnast.
Svissneskt merangue smjörkrem
- 1)
Við setjum eggjahvítur og sykur í skál sem þolir hita yfir vatnsbað og hrærum þar til blandan hitnar og við hættum að finna fyrir sykurkornum.
- 2)
Þá færum við blönduna í hrærivél og þeytum þar til kólnar.
- 3)
Þegar marengsinn hefur kólnað bætum við smjörinu saman við einum bita í einu og þeytum vel saman þar til kremið verður fluffy og létt.
- 4)
Síðast setjum við saman vanillu paste.
Samsetning
- 1)
Við byrjum á því að setja smá krem á plattann sem kakan fer á.
- 2)
Næst fer krem á milli ásamst ferskum jarðaberjum og karamellukurli.
- 3)
Svo fer næsti botn ofnaá og aftur krem, jarðaber og karamellukurl.
- 4)
Síðan setjum við síðasta botninn ofaná, hyljum kökuna með þunnu lagi af kremi og setjum í kæli þar til kremið stífnar.
- 5)
Þegar kremið hefur stífnað setjum við næsta lag af kremi og skreytum kökuna.
- 6)
ATH!
Mér finnst best að hafa botnana frosna þegar ég set kökuna saman, það auðveldar mér að gera hana beina og slétta ef ég er að leyta eftir því.
Erfiðleikastig:
Erfiðleikastig: | Miðlungs |