Nafnaveisla
Litla stelpan okkar fékk nafnið Marín Helga Haukdal á Laugardaginn síðasta og héldum við nafnaveislu heima hjá foreldrum mínum. Ég ætla að deila með ykkur myndum af því sem við vorum með í veislunni.
Borðið með veitingunum.
Kakan var frá Sætum syndum, var dásamlega falleg og ótrúlega góð!
Ég gerði þessa Cream tart, finnst hún gera svo mikið fyrir borðið og það var ótrúlega auðvelt að gera hana. Ég set uppskrift inn fljótlega.
Tengdamamma gerði þessa, uppáhaldskakan mín! Svampbotn, kókosbotn, rjómi og súkkulaðikrem. Svo gerði mamma brauðtertur sem voru ofsalega góðar!
Ég bakaði hvítar og bleikar makkarónur, hvítu voru með saltkaramellu og bleiku með jarðaberjakremi.
Gestabókin, allir gestirnir settu fingrafarið sitt á tréið og svo römmum við þetta inn.
Kertið keypti ég hjá nunnunum í Hafnarfirði.
Konfettiblöðrurnar og kögrið keypti ég hjá Partývörum
Áttum alveg yndislegan dag með fólkinu okkar.
Ath. Færlsan er ekki kostuð á neinn hátt