°Að
Prep time:
Cook time:
Serves:
Aðferð
Vatndeigsbollur
- 1)
Hitið ofninn í 180°
- 2)
Setjið vatn og smjör í pott. Þegar suðan er komin upp er potturinn tekinn af hitanum og hveitinu hrært saman við þar til deigið hættir að festast við hliðarnar og myndar hálfgerða kúlu.
- 3)
Deigið er næst sett í hrærivélaskál og hrært þar til kólnar.
- 4)
Þegar deigið hefur kólnað bætum við 1 eggi saman við í einu þar til þau hafa blandast vel saman við deigið.
- 5)
Mótið bollur með sprautupoka (líka hægt að nota skeið) á bökunarpappír og bakið við 180° í um það bil 25 mínútur. Passið að opna ekki ofnin á meðan bollurnar eru að bakast.
Fylling
- 1)
Við byrjum á því að mylja niður makkarónurnar.
- 2)
Næst stífþeytum við Millac rjómann og rjómann og hrærum makkarónunum varlega saman við.
- 3)
Sprautum rjómann í hring á bolluna og setjum saltkaramelluna í miðjuna.
- 4)
Setjum smá rjóma ofaná og röðum svo hindberjum í rjómann.
- 5)
Setjum flórsykur yfir bollurnar og skreytum eftir smekk.