Fullkomin súkkulaði ostakaka

janúar 23, 2022Sylvía Haukdal Brynjarsdóttir

Prep time: 30 min

Cook time:

Serves: 10

Prenta uppskrift

  • Undirbúningur: 30 min
  • Samtals: 4 klst 30 min
  • Fjöldi: 10

Hráefni

Botninn

  • 200 g smjör, brætt
  • 380 g hafrakex

Fylling

  • 300 g mjólkursúkkulaði, líka hægt að nota karamellusúkkulaði
  • 50 ml kaffi/rjómi, má sleppa kaffi, bæta þá rjóma við í staðinn.
  • 100 ml rjómi
  • 500 ml rjómi, ég notaði Millac
  • 130 g flórsykur
  • 450 g rjómaostur

Skreyting

  • 300 ml rjómi

Aðferð

Botninn

  • 1)

    Við byrjum á því að setja kexið í matvinnsluvél og mylja vel niður.

  • 2)

    Næst bræðum við smjörið og hrærum saman við kexið.

  • 3)

    Smyrjum smelluform vel með smjöri og þjöppum blöndunni þétt og jafnt ofaní formið. Setjum í kæli.

Fylling

  • 1)

    Við byrjum á því að setja súkkulaðið,  100ml af rjóma (150 ef þið sleppið kaffi) og kaffi í skál bræðum saman inn í örbylgjuofni. Hrærum svo vel saman og setjum til hliðar.

  • 2)

    Þeytum 500ml af rjóma.

  • 3)

    Hrærum rjómaostinum, flórsykri og 2/3 af súkkulaðiblöndunni saman við þeytta rjómann.

  • 4)

    Næst setjum við blönduna í formið og pössum að slétta vel toppinn, setjum svo formið í kæli í amk. 2 klst.

  • 5)

    Þegar kakan er orðin köld setjum við restina af súkkulaðiblöndunni yfir, ef súkkulaðið er orðið mjög þykkt er gott að setja það í örbylgjuofninn í nokkrar sekúndur til að auðveldara sé að hella því yfir. Passa þarf að það sé ekki of heitt þegar því er hellt yfir ostakökuna.

  • 6)

    Næst setjum við kökuna í kæli í 2 klst.

Skreyting

  • 1)

    Stífþeytum rjóma og setjum í sprautupoka með stút að eigin vali. Sprautum rjóma meðfram brúnunum.
    Hægt að bæta við kökuskrauti eða súkkulaði til að skreyta rjómann.

Fyrri uppskrift Næsta uppskrift