Rauð velvet
Rauð velvet er ein af mínum uppáhaldskökum, hún geymist lengi þar sem botnarnir halda sér í fleiri fleiri daga án þess að þorna. Þetta er ein af þeim er svo falleg á borði og guðdómlega góð.
Rauði liturinn gerir hana svo fallega, einstaka og áberandi. Mæli með að þið prófið þessa!
- Undirbúningur: 10 min
- Baksturstími: 20 min
- Samtals: 40 min
- Fjöldi: 20
- Erfiðleikastig: Auðvelt
Innihald
Rauð velvet
- 375 g Kornax hveiti
- 400 g sykur
- 1 msk kakó
- 1 tsk salt
- 1 tsk matarsódi
- 2 stk egg
- 340 ml olía (grænmetis)
- 225 ml súrmjólk
- 1 msk edik
- 1 tsk vanilludropar
- 1-2 msk rauður matarlitur
Rjómaosta krem
- 400 g smjör
- 400 g flórsykur
- 1 tsk vanilludropar
- 300 g rjómaostur, mér finnst best að nota Philadelfia rjómaostinn
Aðferð
Rauð velvet
- 1)
Við byrjum á því að hræra öllum þurrefnunum saman.
- 2)
Næst bætum við blautefnunum saman við og hrærum þar til allt hefur blandast vel saman.
- 3)
Svo smyrjum við formin og setjum bökunarpappír í botninn. ( Ég notaði þrjú 19cm. form)
- 4)
Botnarnir eru svo bakaði við 175°(viftu) í 20-25 mínútur eða þar til pinni kemur hreinn upp úr þeim.
Rjómaosta krem
- 1)
Við byrjum á því að þeyta smjörið þar til það verður ljóst og létt.
- 2)
Næst þeytum við flórsykurinn saman við og vanilludropana og þeytum í 3-4 mínútur.
- 3)
Að lokum hrærum við rjómaostinn varlega saman við.
Erfiðleikastig:
Erfiðleikastig: | Auðvelt |