Bestu Kanilsnúðarnir

júlí 9, 2019Sylvía Haukdal Brynjarsdóttir

Prep time: 1 klst

Cook time: 55 min

Serves: 10-12 snúðar

Calories: Auðvelt

Kanilsnúðar er eitt af mínu uppáhalds bakkelsi, lyktin sem kemur þegar þeir eru í ofninum og ég tala nú ekki um að fá sér einn ylvolgan með ískaldri mjólk. Ég hef í gegnum tíðina gert ansi margar kanilsnúðauppskriftir en þessi er án efa sú allra besta. Ekki skemmir fyrir að þeir sem eru með ofnæmi fyrir eggjum eða mjólkuvörum eða eru Vegan geta borðað þessa.

Prenta uppskrift

  • Undirbúningur: 1 klst
  • Baksturstími: 55 min
  • Samtals: 1 klst 55 min
  • Fjöldi: 10-12 snúðar
  • Erfiðleikastig: Auðvelt

Innihald

Snúðar

  • 700 g Kornax hveiti
  • 80 g sykur
  • 4 tsk þurrger
  • 400 ml vatn, volgt
  • 1.5 tsk salt
  • 100 ml olía
  • 1 tsk kardimomudropar

Fylling

  • 4 msk púðusykur
  • 4 msk sykur
  • 2 msk kanilll

Aðferð

Snúðar

  • 1)
    1. Við bryjum á því að hita ofninn í 50°(viftu)
  • 2)

    2. Næst hrærum við öllum þurrefnum saman.

  • 3)

    3. Svo bætum við vatni, olíu og kardimomudropum og látum hrærivélina hnoða í nokkrar mín.

  • 4)

    4. Næst plöstum við skálina og leyfum deiginu að hefast í amk. 45 mínútur.

  • 5)

    5. Þegar deigið er búið að hefa sig fletjum við það út , spreyum með smá vatni og dreyfum sykurfyllingunni jafnt yfir og rúllum deiginu upp.

  • 6)

    Svo röðum við snúðunum á bökunarpappír og pössum að hafa þá ekki of langt frá hvor öðrum. Gott er að þegar þeir hefast að endarnir snertist þá komum við í veg fyrir að endarnir á snúðun verði þurrir.

  • 7)

    Næst ætlum við að láta snúðana hefast aftur nema í ofninum. Þeir fara inn í 50°heitan ofn í 45 mín, þrisvar sinnum á þessum 45 mínútum spreyjum við vatni inn í ofninn.

  • 8)

    Þegar snúðarnir hafa verið í 45 mín inn í 50°heitum ofni tökum við þá út og hækkum ofninn í 200°. Þegar ofninn hefur klárað að hita sig fara snúðarnir aftur inn í ca. 10-12 mín. ( passa verður að ofnar eru misjafnir og þarf því að fylgjast vel með snúðunum upp á að þeir verði ekki of dökkir)

  • 9)

    Gott er að strá flórsykri yfir snúðana um leið og þeir koma úr ofninum.

Erfiðleikastig:

Erfiðleikastig:Auðvelt
Fyrri uppskrift Næsta uppskrift