Marengskossar

júlí 8, 2019Sylvía Haukdal Brynjarsdóttir

Prep time: 7 min

Cook time: 1 klst

Serves:

Calories: Auðvelt

Marengskossar eru eitt af því sem er dásamlega fallegt á veisluborðið á kökuna eða í matarboðið. Það er hægt að gera svo margar fallegar útfærslur á þeim og því hennta þeir við öll tilefni.

Prenta uppskrift

  • Undirbúningur: 7 min
  • Baksturstími: 1 klst
  • Samtals: 1 klst 7 min
  • Erfiðleikastig: Auðvelt

Innihald

  • 200 gr eggjahvítur, best við stofuhita
  • 400 g sykur
  • Matarlitur, þarf ekki
  • Sprinkels, þarf ekki

Aðferð

  • 1)

    Við byrjum á því að hita ofninn í 170°.

  • 2)

    Næst dreifum við úr sykrinum á bökunarpappír og setjum á ofnplötu.

  • 3)

    Þá næst fer sykurinn inn í ofn í 6-7 mínútur eða þar til hann byrjar örlítið að bráðna á endunum.

  • 4)

    Svo byrjum við að þeyta eggjahvíturnar og bætum sykrinum (heitum) út í smám saman. Leyfum vélinni að þeyta í ca. 5 mín. Ef þið viljið hafa marengskossana litaða myndi matarliturinn fara útí þegar sykurinn er allur kominn.

  • 5)

    Næst sprautum við á bökunarpappír (stráum sprinkles yfir)  eða sílikonmottu og bökum við 90°(viftu) í klukkustund

Erfiðleikastig:

Erfiðleikastig:Auðvelt
Fyrri uppskrift Næsta uppskrift